Bauð sjávarútvegsráðherra á stefnumót

Daði Már Kristófersson, Jón Atli Benediktsson, Eiríkur S. Jóhannsson, Kristján …
Daði Már Kristófersson, Jón Atli Benediktsson, Eiríkur S. Jóhannsson, Kristján Þór Júlíusson, Hólmfríður Sveinsdóttir, Ásta Dís Óladóttir, Lilja Björg Arngrímsdóttir og Heiðar Hrafn Eiríksson. Ljósmynd Kristinn Ingvarsson

Konan sem stýrir rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í Háskóla Íslands, dr. Ásta Dís Óladóttir tók af skarið og bauð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, á stefnumót í gær. Þetta er í annað sinn sem stefnumót við sjávarútveginn er haldið í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Til að fyrirbyggja misskilning voru fleiri en ráðherra boðaðir á stefnumótið því stjórnendur fyrirtækja í sjávarútvegi mættu einnig og héldu erindi. Allir aðilar voru sammála um að stefnumótið hafi verið sérstaklega vel heppnað, en það er hluti af námskeiðinu Rekstur í sjávarútvegi sem Ásta Dís Óladóttir, lektor við viðskiptafræðideild HÍ, kennir ásamt fleirum en Ásta Dís hefur umsjón með námskeiðinu. 

Hún segir að það hafi verið margt um manninn, mjög áhugaverðar umræður skapast í kjölfar erinda stjórnenda og ljóst að nemendur höfðu undirbúið sig afar vel, því þau gáfu stjórnendunum ekkert eftir.

Það var Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands sem setti stefnumótið og Kristján Þór Júlíusson flutti ávarp þar sem hann lýsti meðal annars ánægju sinni með aukna áherslu og samtal háskólans við sjávarútveginn.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- …
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Ásta Dís Óladóttir, lektor við viðskiptafræðideild HÍ. Ljósmynd Kristinn Ingvarsson

Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Slippsins Akureyri og stjórnarformaður Samherja flutti erindi um samspil íslensks sjávarútvegs og útflutnings á tæknilausnum honum tengdum. Eiríkur sýndi í málum og myndum hvernig tækniþróunin hefur gjörbylt íslenskum sjávarútvegi á seinustu áratugum.

Árið 1980 veiddu til að mynda um 90-100 sjómenn á 10 uppsjávarskipum um 2.400 tonn, en í dag er eitt skip, mannað 8 mönnum, að veiða um 3.200 tonn. Eiríkur tók einnig dæmi um síldarvinnslu í Neskaupsstað árið 1966, með daglega afkastagetu upp á 70 tonn og 28 starfsmenn í vinnslunni. Í dag er dagleg afkastageta á sama stað um 800 tonn með einungis 16 starfsmönnum. Að sögn Eiríks er Samherji að reisa 9000 m2 vinnsluhús á Dalvík sem byggt er á íslensku hugviti og miklu samstarfi við mörg íslensk tæknifyrirtæki. Þetta er í heild um fimm milljarða fjárfesting.

Heiðar Hrafn Eiríksson, aðalbókari og löggiltur endurskoðandi hjá Þorbirninum, ræddi um hvert skattasporin liggi í íslenskum sjávarútvegi, hvort þau muni reynast fyrirtækjunum ofviða. Að mati Heiðars þá eru þau gjöld sem nú eru lögð á fyrirtæki í sjávarútvegi alltof há og eiga sér enga hliðstæðu hjá þeim löndum sem íslensks sjávarútvegsfyrirtæki eiga í samkeppni við.

„Beinar skattgreiðslur eru töluverðar frá sjávarútvegsfélögum. Fyrst ber að nefna tekjuskatt starfsmanna. Að sjálfsögðu eru tekjuskattur starfsmanna þeirra greiðslur í ríkissjóð, en laun eru hærra hlutfall af tekjum sjávarútvegsfélaga á Íslandi en í helstu samkeppnislöndum okkar og því er hærra hlutfall af tekjum félagana hér á landi sem skilar sér í ríkissjóð,“ að sögn Heiðars.

„Við breytingar á lögum um kolefnisgjald þá var það tvöfaldað til að draga úr losun koltvísýrings, markmiðið var að draga úr notkun einkabílsins. Þessi breyting hittir sjávarútveginn illa fyrir og nú er svo komið að kolefnisgjald er orðið 1% af tekjum félaga,“ að sögn Heiðars.

Heiðar sýndi dæmi um þetta og sagði að árið 2018 hafi veiðigjaldið verið 6,2% af tekjum viðmiðunarfélagsins. „Hér er um að ræða verulega íþyngjandi skatt sem á sér enga hliðstæðu í okkar samkeppnislöndum. Til viðbótar við þetta eru ýmis önnur opinber gjöld. Í heildina fóru því 26% af tekjum viðmiðunarfélagsins í beina skatta á árinu 2018.“

Frá stefnumótinu í HÍ.
Frá stefnumótinu í HÍ. Ljósmynd Kristinn Ingvarsson

Hólmfríður Sveinsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Protis, fór yfir það hvernig skapa mætti mun meiri verðmæti úr sama hráefni og nefndi að mörg fyrirtæki væru afar framarlega í nýtingu á því sem áður var hent. Það mætti hins vegar gera enn meira og nefndi hún að tækifærin leynist víða. Sú þróun sem átt hefur sér stað á sviði kælingar er gott dæmi um metnaðarfullt þróunarstarf þar sem þekkingarsamfélagið, tæknifyrirtæki og iðnaðurinn hafa sameinast og beitt sköpunarkrafti sínum í þágu aukinna gæða og verðmætasköpunar.

Lilja Björg Arngrímsdóttir, lögfræðingur hjá Vinnslustöðinni, fjallaði í sínu erindi um takmarkanir á samningsfrelsi við gerð ráðningasamninga. Lilja Björg kom inn á að hvert fyrirtæki getur verið með mjög mikinn fjölda kjarasamninga.

Hún tók sem dæmi að  Vinnslustöðin væri með um 20 kjarasamninga við sína starfsmenn, auk sérkjarasamninga, því gætu hlutirnir stundum verið flóknir. Lilja segir að það væri ekki allt bara svart og hvítt í þessu samhengi og kom m.a. inn á að í þeim deilum sem nú eru á vinnumarkaði væru ólík sjónarhorn. Atvinnurekendur og Efling túlka t.d. verkfallsboðun ekki með sama hætti og vísaði þar í fréttir sem hafa birst að undanförnu og mismunandi álit tveggja sérfræðinga um hvað þetta þýðir í raun. Kannski þarf þriðja aðilann til að dæma um álit hinna tveggja.

Það voru meistaranemendurnir Margrét Albertsdóttir og Arnar Róbertsson sem stýrðu umræðum og spurningum nemenda.

Það er ljóst að stefnumót sem þetta er komið til að vera, svo vel heppnaðist það enda frábær leið til þess að leyfa nemendum að komast í návígi og ræða við þá sem eru í hringiðunni í þessari mikilvægu atvinnugrein segir Ásta Dís Óladóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.1.25 574,57 kr/kg
Þorskur, slægður 13.1.25 507,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.1.25 337,58 kr/kg
Ýsa, slægð 13.1.25 240,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.1.25 193,48 kr/kg
Ufsi, slægður 13.1.25 256,96 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 13.1.25 247,42 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.960 kg
Ýsa 1.074 kg
Hlýri 65 kg
Karfi 30 kg
Grálúða 9 kg
Samtals 3.138 kg
13.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.367 kg
Þorskur 816 kg
Keila 54 kg
Steinbítur 20 kg
Samtals 2.257 kg
13.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.778 kg
Þorskur 1.405 kg
Keila 192 kg
Steinbítur 4 kg
Karfi 4 kg
Samtals 5.383 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.1.25 574,57 kr/kg
Þorskur, slægður 13.1.25 507,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.1.25 337,58 kr/kg
Ýsa, slægð 13.1.25 240,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.1.25 193,48 kr/kg
Ufsi, slægður 13.1.25 256,96 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 13.1.25 247,42 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.960 kg
Ýsa 1.074 kg
Hlýri 65 kg
Karfi 30 kg
Grálúða 9 kg
Samtals 3.138 kg
13.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.367 kg
Þorskur 816 kg
Keila 54 kg
Steinbítur 20 kg
Samtals 2.257 kg
13.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.778 kg
Þorskur 1.405 kg
Keila 192 kg
Steinbítur 4 kg
Karfi 4 kg
Samtals 5.383 kg

Skoða allar landanir »