„Sérvitringar að sýsla með daunillt rusl“

Hörður Kristinsson á ráðstefnunni í gær.
Hörður Kristinsson á ráðstefnunni í gær. Ljósmynd/Fish Waste for Profit

Áætlað er að yfir tíu milljónir tonna af fiski endi á sorphaugum heimsins á ári hverju. Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís, segir að þó að áætlað sé að um 8% af fiski tapist við vinnslu valdi það mestri furðu að sóun á neytendastigi sé áætluð um 35%.

Þetta kom fram á ráðstefnunni Fish Waste for Profit, sem fjallar um það hvernig fiskúrgangur skilar hagnaði, en hún hófst í gær með því að Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, bauð velkoma fyrirlesara og gesti frá öllum heimshornum.

„Ein stærsta áskorunin felst í matarsóun,” sagði Hörður í inngangserindi ráðstefnunnar, og benti á að miklar framfarir hefðu orðið í nýtingu hliðarafurða í sjávarútvegi. Nefndi hann m.a. vinnslu fiskmetis með þrívíddarprenturum, svo sem við framleiðslu matvæla úr afskurði þorsks.

„Við þurfum að taka fleiri skref í þessa veru. Fyrst með því að framleiða vöru úr gæðahráefni, síðan að ná fram meiri arðsemi. Þá kemur virðisaukinn.”

Snjallar lausnir á flóknum vandamálum

Ríflega sextíu fyrirtæki á Íslandi vinna vörur úr hliðarafurðum sjávarafla.

„Þetta er magnað í ljósi þess hversu landið er lítið,” sagði Húni Jóhannesson, sérfræðingur hjá Arctica Finance. Hann hefur kannað hvernig þessu fyrirtæki verða að veruleika og vaxa – eða ekki – og hvernig á sigrum þeirra eða ósigrum stendur. Hann tiltók að oft séu frumkvöðlar á þessu sviði taldir vera „sérvitringar að sýsla með daunillt rusl,” en í raun og veru væri oft um að ræða fólk sem hefði fram að færa snjallar lausnir á flóknum vandamálum.

„Það er veruleikinn og mikilvægt að þessir „sérvitringar” séu til staðar til að vísa veginn.”

Fish Waste for Profit er þriðja ráðstefnan á vegum Íslensku sjávarútvegssýningarinnar og er nú í fyrsta skipti haldin aðskilin frá sýningunni sjálfri, en ráðstefnunni lýkur í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »