Mikilvægt að einfalda regluverkið

Jens Garðar Helgason, formaður SFS.
Jens Garðar Helgason, formaður SFS. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég veit að núverandi stjórnvöld hafa mikinn metnað og vilja til að auka verðmætasköpun og útflutning. Því kalla ég eftir því að stjórnvöld og íslensk sjávarútvegsfyrirtæki vinni saman að því að einfalda umgjörð og regluverk greinarinnar og efla og styrkja hafrannsóknir á lífríkinu í kringum Ísland.“

Þannig komst Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), að orði í ávarpi sínu á ársfundi samtakanna sem nú stendur yfir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík. Undanfarna mánuði hefði margoft komið fram að Íslendingar yrðu að auka útflutningstekjur sínar um eitt þúsund milljarða næstu tuttugu ár til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem þjóðin byggi við í dag.

Formaðurinn sagði að ekki væri nóg að markaðir stæðu opnir fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Við sem þjóð þurfum líka að vera samkeppnishæf á hinum alþjóðlega markaði og þar hefur hallað verulega undan fæti undanfarin misseri. Því miður er það svo að síaukin skattheimta og gjaldtaka undanfarinna ára og hækkandi rekstrarkostnaður er farinn að taka verulega í hjá mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum í dag.“

Vonbrigði með nýtingargjald á sjókvíaeldi

Rifjaði hann upp að núverandi stjórnarflokkar í Noregi, Hægriflokkurinn, Framfaraflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn (Venstre), hefðu allir ályktað gegn aukinni gjaldtöku á bæði hefðbundinn sjávarútveg og fiskeldi. Flokkarnir væru sammála um að með því að gefa atvinnugreinunum svigrúm til að stækka og dafna myndu fyrirtækin fjárfesta og skapa aukna atvinnu og byggðafestu og sækja fram í nýsköpun og tæknivæðingu.

„Ég hef óbilandi trú á sköpunarkrafti og framtakssemi Íslendinga og tækifærin eru allt í kringum okkur til að sækja fram og stórauka útflutningsverðmæti bæði til sjós og lands. Íslensk stjórnvöld hafa það nú í hendi sér að auka hér útflutningsverðmæti á sjávarafurðum um 100 milljarða á næstu árum eða sem nemur sömu útflutningsverðmætum og þorskstofninn gefur af sér í dag,“ sagði hann.

Jens lýsti miklum vonbrigðum sínum með að fyrir Alþingi lægi frumvarp um nýtingargjald af sjókvíaeldi í ljósi þess að nágrannaríki Ísland hefðu nýtt sér sóknarfæri og byggt upp öflugan fiskeldisiðnað. þar væri um að ræða viðbót fyrir íslenskan sjávarútveg sem ekki hafi þegið eða beðið um neina uppbyggingarsamninga eða aðrar fyrirgreiðslur af hendi ríkisvaldsin heldur væri að byggja upp þekkingarsækinn iðnað á landsbyggðinni.

„Það er ekki á mörgum sviðum sem hægt er að segja að við Íslendingar séum fremstir í heimi. En ég segi, með stolti og skal standa við þá fullyrðingu hvar og hvenær sem er, íslenskur sjávarútvegur er einn sá framsæknasti og best rekni sjávarútvegur í heimi. Íslenskur sjávarútvegur er eitthvað sem allir geta og eiga að vera stoltir af.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 4.125 kg
Ýsa 4.113 kg
Keila 497 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 10 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 8.764 kg
10.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 4.683 kg
Þorskur 1.557 kg
Keila 617 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.868 kg
10.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 555 kg
Þorskur 174 kg
Langa 86 kg
Ýsa 46 kg
Karfi 37 kg
Keila 14 kg
Samtals 912 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 4.125 kg
Ýsa 4.113 kg
Keila 497 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 10 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 8.764 kg
10.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 4.683 kg
Þorskur 1.557 kg
Keila 617 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.868 kg
10.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 555 kg
Þorskur 174 kg
Langa 86 kg
Ýsa 46 kg
Karfi 37 kg
Keila 14 kg
Samtals 912 kg

Skoða allar landanir »