Fleiri tegundir með eftirlitsmanni

Svo virðist sem vinnsluskip landi fleiri tegundum fiska þegar veiðieftirlitsmenn Fiskistofu eru um borð til að fylgjast með veiðunum. Þetta er meðal þess sem helst má lesa út úr gögnum Fiskistofu, sem birt voru í vikunni, og sýna aflasamsetningu vinnsluskipa með og án eftirlits starfsmanna stofnunarinnar á síðasta ári.

Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir stofnunina forðast að draga ályktanir af gögnum sem þessum. Ástæður breytilegrar aflasamsetningar geti verið margvíslegar. Aðstæður í hafinu geti verið ólíkar hverju sinni og ætlun útgerðar og skipstjórnarmanna geti verið mismunandi frá einni veiðiferð til annarrar.

Margt sé haft til hliðsjónar

„Ef til vill sérstaklega í þessu tilviki, þar sem við erum að tala um vinnsluskip sem eru um það bil mánuð úti í einu. Það er margt sem getur þá skýrt ólíka aflasamsetningu, til dæmis staðsetning skipanna og tími ársins,“ segir Eyþór í samtali við 200 mílur.

„Einnig getur þurft að horfa á sóknartegundirnar, það er að segja tegundirnar sem mest er af í hverri veiðiferð. Ef sóknartegund er ufsi í einum túr og svo þorskur í öðrum má telja eðlilegt að það sé munur á samsetningu aflans. Það er því margt sem þarf að hafa til hliðsjónar þegar þessi gögn eru skoðuð.

Hins vegar, þegar maður lítur yfir gögnin í heild, sér maður að það skila sér fleiri tegundir í land þegar eftirlitsmaður er um borð. Þótt það sé ekki algilt, þá er fleiri tegundum landað þegar svo ber undir, það er að segja verðminni tegundir eða þær tegundir sem lítið magn er af í veiðiferðunum.“

Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri.
Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tvær á undan og tvær á eftir

Eyþór segist setja vissan fyrirvara við gögnin. „Maður má ekki vera ósanngjarn og halda því fram að þetta sé einhver staðfesting á því að menn séu að henda fiski. En við viljum með þessu geta sýnt fram á hvernig veruleikinn horfir við okkur.“

Í þeim gögnum sem Fiskistofa hefur birt er borin saman aflasamsetningin á sama skipi í fimm veiðiferðum í röð og þær veiðiferðir auðkenndar þar sem veiðieftirlitsmenn Fiskistofu hafi verið um borð. Sá háttur var hafður á að birta upplýsingar um landaðan afla í tveimur veiðiferðum sama skips á undan og á eftir ferðinni með eftirlitsmanninum.

Spurður hvernig gögnin nýtist stofnuninni nefnir Eyþór fyrst og fremst áhættumat í veiðieftirliti.

„Við skoðum þessar upplýsingar og veltum því fyrir okkur hvort ástæða sé til að fara í fleiri veiðiferðir. Þá er ég ekki endilega að tala um vinnsluskip heldur til dæmis grásleppubáta,“ segir hann og vísar til gagna um aflasamsetningu grásleppubáta sem birt voru í lok marsmánaðar. „Þau kannski gefa gleggri mynd,“ bætir hann við. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu 27. mars, en þar kom fram að dæmi væru um að verulegur munur hefði verið á aflasamsetningu í róðrum grásleppubáta eftir því hvort veiðieftirlitsmaður var um borð eða ekki.

Nafngreint í framtíðinni?

Íslenski vinnsluskipaflotinn er ekki stór og því ná upplýsingarnar til allra vinnsluskipanna. Fiskistofa tilgreinir skipin þó ekki með nafni, en Eyþór segir að þegar fram líði stundir megi búast við að gefið verði upp um hvaða skip sé að ræða í hverju tilfelli.

„Það eru miklar líkur á því að við förum þá leið. Við erum að leitast við að fara sömu leið og við gerðum þegar við hófum að birta íshlutfall við vigtun afla. Þá fannst okkur sanngjarnt að láta aðilana í greininni fyrst vita af því að við værum að fara að vinna svona upplýsingar og birta þær,“ segir hann.

„Okkur finnst gott að geta upplýst almenning um þessar tölur og þennan breytileika og við viljum gera meira af þessu.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »