Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

Gunnar er sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis.
Gunnar er sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis.

Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna.

„Það gengur ekki að stofnun sé með umsókn til meðferðar í einhver tvö ár, sem síðan kannski endar með jákvæðu svari, en þá gerist ekkert fyrir utan það að næsta stofnun fær málið til skoðunar,“ segir Gunnar í samtali við 200 mílur.

„Ég held að mikilvægt sé að hafa þetta í huga þegar stjórnsýslukerfið utan um fiskeldið er byggt upp. Þetta er þegar frá náttúrunnar hendi atvinnustarfsemi sem tekur langan tíma að ýta úr vör,“ segir hann.

„Frá því þú kaupir fyrstu laxahrognin og þar til örla fer á fyrstu mögulegu tekjunum líða að minnsta kosti þrjú ár, og gjarnan fleiri. Þeir sem vilja hefja rekstur í þessum geira þurfa því að geta vitað að hverju þeir ganga áður en hafist er handa. Atvinnugrein þar sem ekki er hægt að ganga að neinu vísu mun eðli máls samkvæmt eiga mjög erfitt uppdráttar,“ bætir hann við og bendir á að löngu ferli fylgi einnig mikill kostnaður, bæði fyrir fyrirtækin en einnig fyrir stjórnsýsluna.

Til samanburðar taki ferli við afgreiðslu eldisleyfa í Noregi lögum samkvæmt aðeins um 22-24 vikur frá því umsókn er skilað inn og þar til hún er afgreidd með leyfi eða synjun.

Horft yfir kvíar í Reyðarfirði. Ferli við afgreiðslu eldisleyfa í …
Horft yfir kvíar í Reyðarfirði. Ferli við afgreiðslu eldisleyfa í Noregi tekur lögum samkvæmt aðeins um 22-24 vikur frá því umsókn er skilað inn og þar til hún er afgreidd með leyfi eða synjun.

„Pollasull nokkurra einstaklinga“

Gunnar hélt erindi á Strandbúnaðarráðstefnunni sem haldin var á Grand hóteli í marsmánuði. Fór hann þar yfir hvernig fiskeldi í Noregi hefði þróast, „úr pollasulli nokkurra þrjóskra einstaklinga“ í mikinn iðnað á örfáum áratugum. Ársframleiðslan sé nú orðin 1,3 milljónir tonna og eldisfiskur orðinn ein stærsta útflutningsvara Norðmanna. Framleiðslugreinin sé þá sú arðbærasta í landinu. Fór hann yfir hvernig þetta hefði gerst og hvaða áhrif þessi þróun hefði haft á sjávarbyggðir landsins, hvað varðar uppbyggingu atvinnu og hagvöxt.

Troms-fylki þekur um 25 þúsund ferkílómetra, samanborið við rúmlega 100 þúsund ferkílómetra Íslands. Strandlengjan nemur hins vegar 7.200 kílómetrum í fylkinu, en á Íslandi er hún 6.000 kílómetra löng. Íbúafjöldinn er um helmingur af fjölda íbúa Íslands, en íbúafjöldi á strandsvæðum og utan þéttbýlis er hins vegar svipaður.

Framleidd voru í fylkinu yfir 190 þúsund tonn af laxi í fyrra, sem umreiknast geta yfir í um milljarð máltíða að sögn Gunnars. Skömmu fyrir aldamót var í Troms-fylki álíka mikil eldisframleiðsla og er hér á landi nú, eða sem nemur tæplega tuttugu þúsund tonnum á ársgrundvelli.

Allt gerist mun hraðar á Íslandi

Gunnar segir að ekki eigi þó að þurfa tuttugu ár til að ná sömu aukningu á Íslandi.

„Allt gerist miklu hraðar á Íslandi. Það vita allir Íslendingar. Ég geri þess vegna fastlega ráð fyrir því að það taki um fimm til tíu, tólf ár að gera það sama á Íslandi,“ segir Gunnar og bætir við að það sé ekki síst sökum þess að Íslendingar geti horft til reynslu Norðmanna af uppbyggingu eldis og dregið af henni lærdóm. „Að nokkrum árum liðnum gætum við verið að horfa á um hundrað þúsund tonna eldi á Íslandi. Í kringum það eldi gætu ef til vill verið starfrækt um fimm til sjö sláturhús, með allt að 600 til 800 störf, og blómlegur iðnaður þjónustu- og hátæknifyrirtækja,“ segir hann.

„Starfa- og verðmætasköpunin mun væntanlega aukast líka með aukinni vinnslu afurða, svipað og hefur gerst í hefðbundinni fiskvinnslu.“

Fyrir aldamótin var til umræðu í Norður-Noregi hvort nokkurt vit væri í laxeldi svo norðarlega, en á sama tíma voru áhyggjur af því að allur ágóði og störf myndu skapast fyrir sunnan.

„„Hvað berum við úr býtum?“ spurðu menn, og voru efins um að sveitarfélögin og íbúar þeirra myndu hafa eitthvað upp úr krafsinu,“ segir Gunnar.

„En það hefur sýnt sig í okkar rannsóknum að eldisfyrirtækin hér í Troms-fylki kaupa um áttatíu prósent af sínum vörum, svo sem fóður, þjónustu og flutninga, í heimabyggð. Þessi fyrirtæki eru því fyrst og fremst að skapa störf í eigin sveitarfélögum eða þeim sem liggja nærri.“

Nán­ar um málið í nýj­asta sjáv­ar­út­vegs­blaði 200 mílna og Morg­un­blaðsins, sem fylgdi blaðinu þriðju­dag­inn 16. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »