Mynduðu meint ólöglegt brottkast úr lofti

Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur undanfarna daga staðið skipverja þriggja fiskibáta að meintu ólöglegu brottkasti. Við reglubundið eftirlit á Íslandsmiðum náðust bæði myndir og myndbönd sem sýna hið meinta brottkast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þar segir að unnið sé að rannsókn málsins og að skipstjórar fiskibátanna eiga yfir höfði sér kæru vegna athæfisins. Landhelgisgæslan og Fiskistofa hafa tekið þessi mál til sérstakrar skoðunar að undanförnu vegna gruns um að tiltekin skip stundi ólöglegt brottkast.

„Landhelgisgæslan sinnir reglulega löggæslu á hafi úr lofti með flugvélinni Sif sem hefur öflugan myndavélabúnað sem gerir áhöfninni um borð færi á að sinna eftirliti með fiskveiðum úr töluverðri hæð.

Í apríl náðust umrædd myndbönd sýna hið meinta ólöglega brottkast. Landhelgisgæslan lítur málið alvarlegum augum enda er brottkast með öllu ólíðandi þar sem um er að ræða grófa aðför að sameiginlegri auðlind okkar Íslendinga,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.

Attachment: "Brottkast - LHG" nr. 11103



Skjáskot úr myndskeiði LHG
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar er útbúin myndavélabúnaði sem gerir það mögulegt …
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar er útbúin myndavélabúnaði sem gerir það mögulegt að fylgjast með fiskiskipum úr töluverðri hæð. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »