„Við munum fara yfir gögnin og leggja mat á myndirnar. Reyna að átta okkur á umfanginu og hversu skýrt þetta er. Eftir það munum við ákveða hvort við hefjum stjórnsýslumál á hendur viðkomandi útgerð. Verði það gert verður veittur andmælaréttur og svo tekin ákvörðun um hvort viðurlögum verði beitt,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri í samtali við Morgunblaðið í dag.
Greint var frá því í gær að áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefði undanfarna daga staðið skipverja þriggja fiskibáta að meintu ólögmætu brottkasti fisks. Náðust bæði ljósmyndir og myndbönd sem sýna hin meintu brot. Eftir því sem næst verður komist er þar um að ræða báta á grásleppuveiðum, báta sem ekki hafa kvóta í öðrum tegundum. Málið er til meðferðar hjá viðkomandi lögregluembættum og Fiskistofu.
Myndefninu og upplýsingum verður komið til Fiskistofu og lögreglu en lögreglan mun hafa tekið á móti bátunum þegar þeir komu inn til löndunar.
Ef Fiskistofa hefur stjórnsýslumál mun það beinast að útgerðum og hugsanleg viðurlög eru þá svipting veiðileyfis. Venjan er einnig að tilkynna slík mál til lögreglu. Rannsókn hennar og hugsanleg ákæra í almennu brotamáli mun þá beinast gegn viðkomandi skipstjóra.
Eyþór segir að það mikill sveigjanleiki sé í kerfinu að enginn eigi að þurfa að henda fiski. Útgerðir geti keypt eða leigt sér kvóta eða landað með aflanum án refsingar í svokallaðan VS-sjóð.
Nokkur önnur mál sem snúi að meintu ólöglegu brottkasti séu til meðferðar hjá Fiskistofu. Þau byggist öll á myndefni sem stofnunin hafi aflað.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 221 kg |
Þorskur | 190 kg |
Ufsi | 44 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 477 kg |
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 109 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Langa | 9 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 349 kg |
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.050 kg |
Þorskur | 3.889 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 7.943 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 221 kg |
Þorskur | 190 kg |
Ufsi | 44 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 477 kg |
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 109 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Langa | 9 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 349 kg |
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.050 kg |
Þorskur | 3.889 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 7.943 kg |