Fiskeldið að ná vopnum sínum

Laxeldiskvíar í Reyðarfirði. Einar segir að þessi niðurstaða sé mjög …
Laxeldiskvíar í Reyðarfirði. Einar segir að þessi niðurstaða sé mjög uppörvandi nú á tímum þegar þörf er á auknum útflutningi á fleiri sviðum í atvinnulífinu.

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar nam útflutningsverðmæti eldisafurða 2.162 milljónum króna í mars sem er 112% aukning á útflutningsverðmæti eldisafurða miðað við mars í fyrra í krónum talið. Í tonnum talið var aukningin rúmlega 107%, en alls voru flutt út 2.343 tonn af eldisafurðum í mars samanborið við 1.133 tonn í mars í fyrra.

Einar K. Guðfinnsson sem starfar að fiskeldismálum hjá SFS, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að greinilegt sé að fiskeldið sé að ná vopnum sínum nú í ár.

„Það er ýmislegt sem þarna kemur til. Á síðasta ári bættust við tveir nýir framleiðendur í laxeldi og sá þriðji bættist við í byrjun þessa árs. Þannig að í stað þess að það sé einn aðili að framleiða lax til útflutnings þá eru þeir fjórir á þessum ársfjórðungi. Það tekur auðvitað tíma frá því menn fá leyfi fyrir fiskeldi og þar til þetta verður að eiginlegri afurð, og nú eru áhrifin af auknum leyfum að koma fram,“ segir Einar.

Uppörvandi nú á tímum

Hann segir að þessi niðurstaða sé mjög uppörvandi nú á tímum þegar þörf er á auknum útflutningi á fleiri sviðum í atvinnulífinu, og þörf á að skjóta fleiri stoðum þar undir. „Við vitum að það geta komið áföll á öðrum sviðum og því er gott að hafa fleiri stoðir að styðjast við.“

Einar segir að ef eldið er borið saman við aðrar greinar þá hafi hlutfall loðnunnar af heildarútflutningi sjávarafurða verið að meðaltali um 9-10% síðustu 10 ár. Eldisframleiðslan á fyrsta fjórðungi ársins hafi einnig verið 9-10%. „Þannig að segja má að þarna sé að koma stoð í útflutningi sem er álíka og loðnan hefur verið síðasta áratug.“

Hvað markaðshorfur varðar segir Einar þær almennt góðar og markaðsverð hátt. „Álit þeirra sem fylgjast grannt með segja að áframhaldandi eftirspurn verði eftir laxi og laxaafurðum og margir telja að eftirspurnin verði umfram framboð.“

Rætt er við Einar í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »