Ýta úr vör til strandveiða á morgun

Siglt á miðin undan Ströndum í Árneshreppi. Heimilt verður að …
Siglt á miðin undan Ströndum í Árneshreppi. Heimilt verður að veiða á handfæri samtals allt að 11.100 tonn í ár. mbl.is/Sigurður Bogi

Strandveiðar þessa sumars hefjast á morgun, 2. maí. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir sjómenn bjartsýna á komandi vertíð.

Í samtali við 200 mílur segist Örn reikna með að svipaður fjöldi báta og í fyrra muni róa fyrsta veiðidaginn, eða um 250 talsins, en tekur fram að veður gæti haft áhrif þar á. Bátunum muni síðan fjölga er líða tekur á sumarið og samtals verði veiðar stundaðar á um 550 bátum.

Bátarnir voru 548 í fyrra og fækkaði um tæplega fimmtíu frá árinu áður, er þeir voru 594. Árið 2017 voru þeir 664. Örn segist ekki eiga von á að þessi þróun haldi áfram í ár.

Geta skipt frá strandveiðum

„Í fyrra hættu menn aðeins við vegna þess að fiskverð var mjög lágt þarna í upphafi, auk þess sem veiðigjaldið var hátt. Það dró úr áhuga manna en því er ekki til að dreifa í dag. Ég hugsa því að það verði ekki færri á strandveiðum í ár og vona að það fjölgi eitthvað.“

Þær breytingar hafa verið gerðar á lagaumhverfi strandveiða að heimilt er nú að óska eftir að strandveiðileyfi verði fellt úr gildi. Ósk um það þarf að berast Fiskistofu í síðasta lagi 20. dag mánaðarins á undan niðurfellingu leyfisins. Eftir niðurfellingu strandveiðileyfis er viðkomandi heimilt að stunda veiðar í atvinnuskyni samkvæmt öðrum leyfum.

„Ég finn það alveg að það eru aðilar, til dæmis við Faxaflóa, sem hugsa sér að stunda strandveiðar í maí og júní. Það hefur verið voðalega tregt á þessu svæði í júlí og ágúst og þá hafa menn viljað frekar fara í annars konar veiðar. Þá býðst þeim þetta úrræði í ár.“

Mesti strandveiðiafli til þessa

Í ár má einnig nota aðrar aðferðir til að tilkynna brottför úr höfn til Vaktstöðvar siglinga, til að mynda með sérstöku smáforriti frá Vaktstöð siglinga.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skrifaði undir reglugerð um strandveiðarnar á mánudag. Samkvæmt henni verður heimilt að veiða á handfæri samtals allt að 11.100 tonn af óslægðum botnfiski. Því til viðbótar er heimilt að veiða þúsund tonn af ufsa.

Þetta er mesti afli sem heimilt hefur verið að veiða á strandveiðum frá því að þær hófust árið 2009. Það ár voru heimildirnar 3.955, en veitt var í tvo og hálfan mánuð. Árið 2010 var miðað við 6.800 tonn í fjóra mánuði og 8.500 tonn árið eftir. Frá 2012 til 2015 var heimilt að veiða 8.600 tonn, níu þúsund tonn 2016 og 9.760 tonn árið 2017. Í fyrra var svo heimilt að veiða 10.200 tonn af óslægðum botnfiski.

Betri afkoma verði af veiðum

„Ég á von á að þetta magn nægi og við búumst líka við að betri afkoma verði af veiðunum,“ segir Örn um þessa aukningu. Sér finnist sem innan raða sambandsins séu sjómenn almennt bjartsýnir á komandi vertíð. „Svo er það náttúrlega þessi eilífa spurning; hvernig mun fiskast?“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »