Tækniforskotið gæti þynnst út

Berta segir Dani m.a. hafa ákveðið að ætla að verða …
Berta segir Dani m.a. hafa ákveðið að ætla að verða leiðandi í róbotatækni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki er sjálfgefið að íslensk sjávarútvegstækni verði alltaf í fremstu röð og vert að skoða hvort þurfi t.d. að marka formlega stefnu um að í tækni fyrir vinnslu og veiðar verði Ísland eins og Sviss er fyrir úrsmíði.

Morgunblaðið greindi frá því í aprílmánuði að samkvæmt nýrri greiningu Íslenska sjávarklasans sé útflutningsverðmæti íslensks tæknibúnaðar fyrir sjávarútveg orðið meira en verðmæti íslenskra þorskflaka.

Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sjávarklasans, segir þetta merkilegan árangur en huga verði að því hvernig gera megi enn betur og rétt að skoða hvort hætta sé á að íslensk sjávarútvegstækni glati smám saman forskoti sínu.

Berta bendir á að bæði í Evrópu og Norður-Ameríku sé viðhorfsbreyting að eiga sér stað og útgerðir í vaxandi mæli farnar að sækjast eftir að nota nýjustu tæki til að bæta hjá sér vinnsluaðferðirnar. Ný fyrirtæki hafi orðið til og þrói sínar eigin tæknilausnir, auk þess sem háskólar erlendis hafa byrjað að bjóða upp á námsleiðir helgaðar tækniþörfum sjávarútvegsins. „Framboðið af búnaði fyrir vinnslu og veiðar á því eftir að aukast og samkeppnin að harðna,“ segir Berta.

Önnur lönd eru að taka við sér og mögulega gætu …
Önnur lönd eru að taka við sér og mögulega gætu erlendir framleiðendur náð í skottið á þeim íslensku. Meðal þess sem gerir samkeppnisstöðu íslenskrar sjávartækni verri eru háir skattar, há laun og sveiflur í gengi gjaldmiðilsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vantar yfirlýst markmið

Saga tækniframfara í íslenskum sjávarútvegi er áhugaverð og á sér fáar hliðstæður. Segir Berta að í kjölfar þess að tekið var upp kvótakerfi hafi útgerðir hér á landi markað sér þá stefnu að hámarka gæði aflans og nýta fiskinn sem best. Ný tæknifyrirtæki hafi orðið til og unnið náið með útgerðunum að því að þróa æ fullkomnari tækjakost fyrir vinnslu jafnt á sjó sem á landi og þannig gert greininni fært að bæði auka afköst og búa til framúrskarandi vöru.

„Fyrir vikið hefur orðið til mikil tækniþekking í þessum geira samhliða því að tekist hefur að gera íslenska hvítfiskvinnslu leiðandi á alþjóðamarkaði.“

Það gerir þennan mikla árangur ekki síst merkilegan að hann náðist án þess að mörkuð væri opinber stefna á þessu sviði, eða reynt að fá stjórnvöld til að styðja við þróunina. Þætti Bertu ráð að gera bót á þessu og leita leiða til að styrkja, með markvissum hætti, tækniþróun tengda sjávarútvegi.

„Nýlega ákváðu t.d. dönsk stjórnvöld að stefnt skyldi að því að gera Danmörku leiðandi í róbotatækni og að leita skyldi allra leiða til að gera það markmið að veruleika. Hví ekki að ákveða að íslensk fyrirtæki eigi að verða öllum öðrum fremri í t.d. notkun gervigreindar við vinnslu á afla?“

Berta bendir á að í ljósi þess árangurs sem þegar hefur náðst ætti að vera raunhæft að reyna að koma – og halda – Íslandi á þeim stalli að hér séu smíðuð heimsins bestu fiskvinnslutæki, ekki ósvipað og Svisslendingar eru þekktir um víða veröld fyrir að smíða heimsins bestu armabandsúr.

„Það sem við höfum séð t.d. hjá frændum okkar Dönum er að þegar þeir setja sér markmið af þessum toga þá sendir það skýr skilaboð og hefur hvetjandi áhrif á fyrirtæki og frumkvöðla. Mikill metnaður á tilteknu sviði þjónar um leið ákveðnum markaðstilgangi og fær fólk í öðrum löndum til að sjá umræddan geira í jákvæðara ljósi.“

Rætt er nánar við Bertu í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu í gær, miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »