Mætti margfalda kræklingaframleiðslu

Á Íslandi er kræklingur einkum eldaður á fínum veitingastöðum en …
Á Íslandi er kræklingur einkum eldaður á fínum veitingastöðum en í Evrópu er hann víða seldur sem hálfgerður skyndibiti, enda matseldin ekki flókin. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslenskur kræklingur á mikið inni, að mati Jóns Arnar Pálssonar, ráðgjafa hjá Eldi og umhverfi ehf. Jón hefur lengi fylgst með greininni og aðstoðað innlenda kræklingaræktendur, og væntir hann þess að margfalda mætti framleiðsluna samhliða því að stækka innanlandsmarkað til muna.

„Í dag eru þrjú fyrirtæki sem rækta íslenskan krækling og framleiða samtals um 100 tonn á ári. Varan selst öll innanlands og þarf að flytja inn nokkur tonn til viðbótar til að anna eftirspurn,“ segir Jón og bendir á að það séu einkum veitingastaðir sem kaupa krækling og elda fyrir erlenda ferðamenn þó jafnt og þétt fjölgi í hópi Íslendinga sem kunna að meta þennan mat og hafi gaman af að elda hann sjálfir.

„Kræklingarækt á Íslandi hófst fyrir alvöru fyrir um 20 árum og í kringum aldamótin að ráðist var í stórt tilraunaverkefni bæði á Breiðafirði og í Eyjafirði. Það leiddi þó ekki til þess að framleiðsla hæfist en skapaði þekkingu sem nýtist greininni í dag. Fyrir vestan var byrjað með annað átak 2007, á vegum Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, en af fjórum svæðum sem það verkefni náði til er á tveimur þeirra ræktun í gangi í dag. Höfum við núna ST2 ehf. sem ræktar í Steingrímsfirði og móðurfyrirtækið Strandaskel á Drangsnesi sem vinnur vöruna og selur, og síðan Bláskel í Stykkishólmi, og loks Nesskel í Króksfjarðarnesi, en af þessum fyrirtækjum eru umsvifin mest hjá Strandaskel,“ útskýrir Jón og bætir því við að kræklingurinn sé svo mikilvægur fyrir íbúa Drangsness að hann færi þeim meiri tekjur en grásleppan.

Jón bendir á að kræklingsræktunin nýti aðeins lítið brot af því svæði þar sem hægt væri að rækta skel og ekki annað að sjá en að umfangsmeiri ræktun myndi ekki valda neinum árekstrum við veiðar eða eldi. Þá gæti vel verið mögulegt að stórauka eftirspurn innanlands með því að auka framboð og gera kræklingarétti aðgengilegri víðar, jafnvel í vegasjoppum og í hversdagslegu umhverfi líkt og tíðkast á meginlandi Evrópu. „Flinkir matreiðslumenn hafa haft á orði við mig að það að galdra fram ljúffengan rétt úr heilfrystum kræklingi, sem borinn er fram í skál og með frönskum kartöflum á belgíska vísu, sé einfaldara og fljótlegra en að matreiða hamborgara.“

Jón Örn Pálsson er ráðgjafi hjá Eldi og umhverfi ehf.
Jón Örn Pálsson er ráðgjafi hjá Eldi og umhverfi ehf.

Tandurhreinn og með góða holdfyllingu

Er margt sem hjálpar íslenska kræklingnum og segir Jón að ef fyrirtæki og fjárfestar tækju bara stökkið ætti að vera hægt að fá mjög ásættanlegt verð á erlendum mörkuðum. „Sjórinn er hreinni hér en t.d. umhverfis Holland og Frakkland og varan heilnæmari fyrir vikið. Kaldur sjórinn hægir líka á vexti og efnaskiptum kræklingsins sem leiðir til þess að hann fær mun meiri holdfyllingu. Loks er það kostur fyrir útflutning á íslenskum kræklingi að hann hrygnir ekki á sama tíma og sá annars staðar í Evrópu og getur því myndast glufa á markaðinum sem hægt væri að nýta á meðan kræklingurinn þaðan er ekki söluhæfur.“

Væntir Jón þess að það ætti að geta verið auðsótt að fá íslenskan krækling vottaðan fyrir hreinleika, gæði og sjálfbærni og þannig fá enn betri verð fyrir vöruna. „Væri þá upplagt fyrir framleiðendurna að efna til samstarfs t.d. um að nota sameiginlegt íslenskt upprunamerki.“

Ítarlegri umfjöllun má lesa í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu á miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »