Hefur ekki tekist að lækka tollana

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn­völd hafa átt í viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið frá því á ár­inu 2017 um að ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir njóti fulls toll­frels­is inn á innri markað sam­bands­ins í gegn­um aðild Íslands að EES-samn­ingn­um en til þessa hafa þær viðræður hins veg­ar ekki borið ár­ang­ur.

Þessi staða varð Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is­ráðherra að um­tals­efni á fundi EES-ráðsins í Brus­sel á dög­un­um hvar full­trú­ar Íslands, Nor­egs, Liechten­stein og Evr­ópu­sam­bands­ins fögnuðu 25 ára af­mæli EES-samn­ings­ins sem tók gildi árið 1994.

Fram kom í frétta­til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu að Guðlaug­ur Þór hefði ít­rekað þá skoðun ís­lenskra stjórn­valda á fund­in­um að fullt til­efni væri til þess að Evr­ópu­sam­bandið bætti markaðsaðgang fyr­ir ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urður með því að fella niður tolla.

Ráðherr­ann hefði enn­frem­ur bent á að á síðustu árum hefði orðið stefnu­breyt­ing í fríversl­un­ar­viðræðum Evr­ópu­sam­bands­ins hvað varðar sjáv­ar­af­urðir. Sem EES-ríki ætti Ísland ekki að þurfa að sæta hærri toll­um en ríki sem stæðu utan innri markaðar­ins.

Vísaði Guðlaug­ur Þór þar til þess að Evr­ópu­sam­bandið hef­ur á und­an­förn­um árum samið um víðtæka fríversl­un­ar­samn­inga til að mynda við Kan­ada og Jap­an þar sem gert er ráð fyr­ir 100% toll­frelsi fyr­ir sjáv­ar­af­urðir, en EES-samn­ing­ur­inn kveður ekki á um fullt toll­frelsi.

Ráðherr­ann gerði þessa stöðu einnig að um­tals­efni í ræðu á mál­stofu í Há­skól­an­um í Reykja­vík um EES-samn­ing­inn 6. fe­brú­ar á þessu ári þar sem hann sagði Evr­ópu­sam­bandið hafa þrá­ast við að veita Íslandi fullt toll­frelsi fyr­ir sjáv­ar­af­urðir í gegn­um samn­ing­inn.

„Það er einnig okk­ar mark­mið að koma á fullri fríversl­un með fisk en ESB hef­ur þrá­ast við að fella niður tolla á til­tekn­ar fiskaf­urðir,“ sagði Guðlaug­ur Þór í ræðu sinni, en sér­stök tolla­kjör inn á markað Evr­ópu­sam­bands­ins voru ein af for­send­un­um fyr­ir því að Ísland gerðist aðili að EES-samn­ingn­um fyr­ir um ald­ar­fjórðungi síðan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »