Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

Perustefni skipsins fór beint inn í bryggjuna.
Perustefni skipsins fór beint inn í bryggjuna. Ljósmynd/Faxaflóahafnir.

Danskt flutningaskip stórskemmdi bryggjuna við Kleppsbakka í morgun þegar það sigldi á hana og skemmdi. Tjónið hleypur á tugum milljóna. Orsakir slyssins liggja ekki fyrir.

Á áttunda tímanum í morgun kom skipið, Naja Arctica, til Sundahafnar og átti að leggja að við Kleppsbakka. Það beygði ekki sem skyldi heldur stefndi beint inn í bryggjuna, með þeim afleiðingum að það kom gat á bryggjuna og stefnið á skipinu klauf stálþilið í bryggjunni.

Skipið klauf stálþilið inni í bryggjunni sem gerir þessa hlið …
Skipið klauf stálþilið inni í bryggjunni sem gerir þessa hlið hennar ónothæfa um hátt í tveggja mánaða skeið. Ljósmynd/Faxaflóahafnir.

„Þetta er stórskemmt,“ segir Gísli Hallsson, yfirhafnsögumaður Faxaflóahafna. Hann kveðst ekki vita hvað kom upp á hjá skipinu sem leiddi til þessa. Lögreglan tók skýrslu af skipverjum í morgun áður en þeir héldu sinnar leiðar til Grænlands.

Gísli segir að um ræði tugi milljóna króna skemmdir og að umfangsmikið verk sé að gera við stálþilið í bryggjunni. Dagurinn í dag hafi farið í að tryggja vettvang. „Það verður farið í það á morgun að sjá hvernig við lögum bryggjuna. Það þarf að kaupa stál að utan og slíkt,“ segir hann.

Það eru tvær skipalegur við bryggjuna og önnur þeirra verður ónothæf í minnst mánuð eða tvo, að sögn Gísla. „Þetta veldur töluverðum óþægindum á starfseminni,“ segir hann. Ástandið mun kosta fyrirhöfn vegna tíðari flutninga skipa fram og til baka.

Það kostar töluverða fyrirhöfn að stilla upp nýju stálþili í …
Það kostar töluverða fyrirhöfn að stilla upp nýju stálþili í bryggjuna og stálið þarf að koma að utan. Ljósmynd/Faxaflóahafnir

Naja Arctica er tæplega 10.000 tonna danskt flutningaskip sem siglir á vegum Royal Arctic Line fram og til baka frá Danmörku til Grænlands, með viðkomu á Íslandi. Að þessu sinni var skipið að sækja vörur til Íslands til þess að flytja þær áleiðis. Það fór aftur úr höfn síðdegis í dag. Óljóst er hvað olli því að skipið sigldi ekki í höfn samhliða bryggjunni eins og eðlilegt er. Ljóst er að þeir sem stýra skipinu eru ekki óreyndir menn, enda kunnugir sýnu erfiðari aðstæðum við Grænland en þekkjast hér.

Tryggingafélag skipsins er að vonum ábyrgt fyrir skemmdunum sem af þessu kunna að hljóta.

Hér má sjá Kleppsbakka í vefmyndavél.

Naja Arctica er 9556 tonna danskt flutningaskip. Stefnið skemmdi bryggjuna …
Naja Arctica er 9556 tonna danskt flutningaskip. Stefnið skemmdi bryggjuna við Kleppsbakka þegar það lenti á henni. Ljósmynd/VesselFinder
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,33 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,33 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »