Stýrimaðurinn reddar rússneskunni

Blængur NK á siglingu fyrir austan.
Blængur NK á siglingu fyrir austan. Ljósmynd/Hákon Ernuson

„Það má gera ráð fyrir að þetta verði fjörutíu daga túr en hafa verður í huga að það tekur fjóra og hálfan sólarhring að sigla á miðin og sama tíma tekur að sigla heim. Það má reikna með að upphaf ferðarinnar hjá okkur verði í skítabrælu. Við bíðum núna eftir rússnesku pappírunum en þeir verða að vera um borð í frumriti.“

Þetta segir Bjarni Ólafur Hjálmarsson, skipstjóri á frystitogaranum Blængi NK, en í gær var unnið af krafti við að gera hann kláran til veiða í Barentshafinu.

„Þessar Barentshafsveiðar leggjast vel í mannskapinn og samskiptin við Rússana eru okkur auðveld þar sem Geir Stefánsson stýrimaður er rússneskumælandi. Þegar við komum á staðinn kemur rússneskur eftirlitsmaður um borð sem verður með okkur allan tímann. Hann fylgist með veiðunum og hefur eftirlit með því að allt sé rétt gert og rétt vigtað,“ var haft eftir Bjarna Ólafi á vef Síldarvinnslunnar síðdegis í gær.

Allar tilkynningar á rússnesku

„Við megum fiska þarna um 1.200 tonn og þurfum að vera komnir til baka 12. júlí. Í fyrra tókum við 1.500 tonn í Barentshafinu í tveimur túrum en þá voru ekki sömu góðu aflabrögðin og hafa gjarnan verið áður. Hins vegar eru núna mun betri verð en fyrir ári. Best hefði verið að fara þarna fyrr en nú eru ein fimm íslensk skip á leiðinni í Barentshafið.

Allar tilkynningar berast á rússnesku, þar á meðal tilkynningar um heræfingar sem eru nokkuð algengar á svæðinu. Annars eru menn hinir hressustu og binda vonir við að Barentshafstúrinn verði hinn besti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »