„Það má gera ráð fyrir að þetta verði fjörutíu daga túr en hafa verður í huga að það tekur fjóra og hálfan sólarhring að sigla á miðin og sama tíma tekur að sigla heim. Það má reikna með að upphaf ferðarinnar hjá okkur verði í skítabrælu. Við bíðum núna eftir rússnesku pappírunum en þeir verða að vera um borð í frumriti.“
Þetta segir Bjarni Ólafur Hjálmarsson, skipstjóri á frystitogaranum Blængi NK, en í gær var unnið af krafti við að gera hann kláran til veiða í Barentshafinu.
„Þessar Barentshafsveiðar leggjast vel í mannskapinn og samskiptin við Rússana eru okkur auðveld þar sem Geir Stefánsson stýrimaður er rússneskumælandi. Þegar við komum á staðinn kemur rússneskur eftirlitsmaður um borð sem verður með okkur allan tímann. Hann fylgist með veiðunum og hefur eftirlit með því að allt sé rétt gert og rétt vigtað,“ var haft eftir Bjarna Ólafi á vef Síldarvinnslunnar síðdegis í gær.
„Við megum fiska þarna um 1.200 tonn og þurfum að vera komnir til baka 12. júlí. Í fyrra tókum við 1.500 tonn í Barentshafinu í tveimur túrum en þá voru ekki sömu góðu aflabrögðin og hafa gjarnan verið áður. Hins vegar eru núna mun betri verð en fyrir ári. Best hefði verið að fara þarna fyrr en nú eru ein fimm íslensk skip á leiðinni í Barentshafið.
Allar tilkynningar berast á rússnesku, þar á meðal tilkynningar um heræfingar sem eru nokkuð algengar á svæðinu. Annars eru menn hinir hressustu og binda vonir við að Barentshafstúrinn verði hinn besti.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 13.11.24 | 593,32 kr/kg |
Þorskur, slægður | 13.11.24 | 534,98 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 13.11.24 | 396,87 kr/kg |
Ýsa, slægð | 13.11.24 | 380,71 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 13.11.24 | 217,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 13.11.24 | 322,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 13.11.24 | 304,54 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
13.11.24 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.006 kg |
Ýsa | 92 kg |
Keila | 55 kg |
Steinbítur | 35 kg |
Samtals | 1.188 kg |
13.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 4.367 kg |
Þorskur | 632 kg |
Sandkoli | 111 kg |
Samtals | 5.110 kg |
13.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 733 kg |
Þorskur | 627 kg |
Skrápflúra | 534 kg |
Sandkoli | 115 kg |
Skarkoli | 96 kg |
Steinbítur | 83 kg |
Samtals | 2.188 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 13.11.24 | 593,32 kr/kg |
Þorskur, slægður | 13.11.24 | 534,98 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 13.11.24 | 396,87 kr/kg |
Ýsa, slægð | 13.11.24 | 380,71 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 13.11.24 | 217,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 13.11.24 | 322,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 13.11.24 | 304,54 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
13.11.24 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.006 kg |
Ýsa | 92 kg |
Keila | 55 kg |
Steinbítur | 35 kg |
Samtals | 1.188 kg |
13.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 4.367 kg |
Þorskur | 632 kg |
Sandkoli | 111 kg |
Samtals | 5.110 kg |
13.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 733 kg |
Þorskur | 627 kg |
Skrápflúra | 534 kg |
Sandkoli | 115 kg |
Skarkoli | 96 kg |
Steinbítur | 83 kg |
Samtals | 2.188 kg |