Sönnunarbyrðin erfið

Kleifaberg RE-70 fær að veiða.
Kleifaberg RE-70 fær að veiða. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Það virðist ekki vera deilt um að um brottkast hafi verið að ræða. Heldur er horft til þess hvað þau [myndböndin] eru gömul,“ segir Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri um úrskurð At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytis sem felldi úr gildi ákvörðun Fiski­stofu að svipta skipið Kleif­a­berg RE-70 um leyfi til veiða í at­vinnu­skyni í 12 vik­ur vegna meints brott­kasts afla.

„Nei. Í rauninni ekki. Við fáum í hendur gögn sem sýna okkur afdráttarlaus brot sem okkur ber að bregðast við. Það hefði verið áfellisdómur að gera það ekki,“ segir Eyþór spurður hvort úrskurðurinn sé áfellisdómur yfir vinnubrögðum Fiskistofu.

Eyþór segir að nú sé unnið að því að kynna sér úrskurðinn og rýna í hvaða leiðbeiningar og skilaboð til Fiskistofu séu þar að finna.

„Það eru sjónarmið þarna sem við sáum ekki fyrir. Okkur sýnist, með þeim fyrirvara að við erum ekki búin að kafa ofan í þetta, að ekki sé farið gegn því sjónarmiði sem við settum fram sem er að fyrningarákvæði almennra hegningarlaga ætti ekki við. Það er í sjálfu sér ekki brugðist við því,“ segir Eyþór.

Hann bendir á að ráðuneytið hafi hins vegar dregið önnur sjónarmið fram í tengslum við elstu myndböndin sem eru fögur talsins og 8-10 ára gömul. Ráðuneytið telur að þar sem langur tími hafi liðið frá meintum brotum til meðferðar Fiskistofu á málinu hafið það verið „í andstöðu við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga að beita viðurlögum vegna meintra brota,“ eins og segir í á vef Stjórnarráðsins. 

Ekki brottkast heldur eignarspjöll

Í myndbandinu frá árinu 2016 er túlkun Fiskistofu hafnað að um brottkast hafi verið að ræða heldur eignarspjöll af hálfu áhafnarmeðlims. „Ráðuneytið verður að svara fyrir það hvernig það fær þessa niðurstöðu út. Það sem við sjáum út úr þessu er brottkast,“ segir Eyþór. 

Fiskistofa verður að rannsaka þennan hluta betur. Í þessu samhengi tekur hann fram að úrskurðurinn sé góð leiðbeining og árétting frá ráðuneytinu um að skoða þetta betur. „Ef ég skil þetta rétt þá eru þetta sjónarmið útgerðarinnar að þarna hafi verið um eignarspjöll að ræða en ekki brottkast. Við þurfum að skoða þetta betur hvað þetta nákvæmlega þýðir,“ segir hann. 

Myndavélar um borð í skip?

„Enn á ný fáum við það hraustlega í andlitið hvað sönnunarbyrðin í þessum málum er erfið,“ segir Eyþór og bætir við „í mínum huga staðfestir þetta að stjórnvaldið eins og Fiskistofu, ef því á annað borð er ætlað að hafa eftirlit með brottkasti og að fyrirbyggja brottkast, þá verður stjórnvaldið að hafa rauntíma upplýsingar um hátterni úti á sjó,“ segir hann. 

Hann bendir á að í slíkum tilvikum er erfitt að setja hinn almenna sjómann í þessa stöðu. „Annað hvort á hann að þegja og sætta sig við að um brottkast sé að ræða eða að setja starfið sitt að veði og tilkynna um brotið. Þetta er ómöguleg staða. Við höfum engin tök á eftirliti nema að vera til staðar og eina leiðin er myndavélaeftirlit,“ segir hann.

„Þetta er eðli stjórnsýslunnar að ákvörðun frá lægra settu stjórnvaldi er kæranleg til ráðuneytisins sem er æðra stjórnvald sem hefur eftirlitshlutverk gagnvart okkur og leiðbeiningarhlutverk. Það er útgangspunkturinn sem við horfum á.” segir hann spurður hvort ráðuneytið sé að grípa fram fyrir hendurnar á Fiskistofu með úrskurði sínum.  

Fiskistofa fékk myndböndin árið 2018 og rannsókn hófst fljótlega eftir það.

Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri.
Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »