Norsku eldisrisarnir lögsóttir fyrir meint verðsamráð

Lax tekinn til slátrunar í Arnarfirði. Norsk eldisfyrirtæki hafa hafnað …
Lax tekinn til slátrunar í Arnarfirði. Norsk eldisfyrirtæki hafa hafnað öllum ásökunum um ólöglegt verðsamráð. mbl.is/Helgi Bjarnason

Tíu lögsóknir vofa nú yfir nokkrum af stærstu laxeldisfyrirtækjum Noregs og dótturfyrirtækjum þeirra, þar sem þau eru sökuð um verðsamráð.

Helst er um að ræða fyrirtækin Grieg Seafood, Lerøy Seafood Group, Salmar, Bremnes og Mowi, sem áður bar heitið Marine Harvest, auk útflytjandans Ocean Quality.

Lögsóknin sem fyllti tuginn var lögð fram af einstaklingi fyrir héraðsdómstólinn í Maine-ríki 11. júní, en meðal annarra stefnenda eru dreifingaraðilar og veitingastaðir í Flórída, Massachusetts, New York, Ohio, Washington D.C. og Pennsylvaníu.

Réðust til inngöngu í febrúar

Stefnendurnir sækjast eftir greiðslu skaðabóta úr hendi fyrirtækjanna og vísa þeir allir til yfirstandandi verðsamráðsrannsóknar á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en fyrstu fregnir af henni voru fluttar í febrúar síðastliðnum á vefmiðlinum Undercurrent News.

Fulltrúar framkvæmdastjórnarinnar höfðu þá þegar ráðist til inngöngu í húsakynni fyrirtækjanna, þar á meðal fiskvinnslu Mowi í Rosyth í Bretlandi.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »