Stormur verður gerður út við Baffinsland

Stormur í slipp. Búist er við að skipið sigli úr …
Stormur í slipp. Búist er við að skipið sigli úr landi síðar á árinu. mbl.is/sisi

Línu- og netaskipið Stormur HF-294 fór upp í slipp í Reykjavík fyrr í mánuðinum og kom svo aftur niður sem Stormur GR 6-44. Ástæðan er sú að skipið hefur verið selt til kanadísks útgerðarfélags og er kaupverðið 14 milljónir evra, eins og greint var frá á 200 mílum í mars.

„Við erum núna að setja í hann verksmiðjuna, það er millidekkið. Það var aldrei klárað því við vissum ekki hvað átti að gera við skipið,“ segir Axel Jónsson skipstjóri, sem sigla mun skipinu úr landi síðar í ár.

Hann býst við að það verði í október, en í kjölfarið mun útgerðarfélagið vestanhafs gera skipið út til veiða á grálúðu á línu við Baffinsland.

Lá óhreyft í Reykjavíkurhöfn

Skipið kom til Reykja­vík­ur­hafn­ar í des­em­ber 2017 frá Gdansk í Póllandi, þar sem skrokk­ur­inn var lengd­ur úr 23 metr­um í 45 metra. Út­gerðin hafði þá keypt skrokk­inn í Ný­fundna­landi nokkr­um árum áður.

At­hygli vakti þá að skipið er dísil-raf­knúið (e. diesel-electric) þar sem skrúfu­búnaður­inn er knú­inn af raf­mótor. Ork­an er feng­in með dísil-eldsneyti, sem dríf­ur raf­mótor­inn, en með þessu fyr­ir­komu­lagi mun orku­notk­un vera um helm­ingi minni en hjá sam­bæri­legu skipi.

Síðan hef­ur skipið hins veg­ar legið óhreyft í Reykja­vík­ur­höfn.

„Ég seldi kvót­ann og ákvað að hætta í út­gerð og skipið hef­ur síðan þá verið til sölu. En skipið er æðis­legt, frá­bært sjó­skip í alla staði,“ sagði Stein­dór Sig­ur­geirs­son, eig­andi Storms Sea­food, við 200 mílur í mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »