Fjörutíu metra fyrirstaða komin upp

Fyrirstöðuþrepið er um 40 metra langt.
Fyrirstöðuþrepið er um 40 metra langt. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Lokið hefur verið við gerð svokallaðs fyrirstöðuþreps neðarlega í Langadalsá við Ísafjarðardjúp. Þrepið, sem er um 40 metrar að lengd, er gert til þess að koma fyrir fiskteljara með myndavél til talningar og greiningar á göngufiski í ánni.

Er þrepið hluti af vöktun náttúrulegra veiðivatna í tengslum við uppbyggingu sjókvíaeldis, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar, en það er hannað af Vífli Oddssyni verkfræðingi á teiknistofunni Óðinstorgi ehf. í samráði við stofnunina.

Nýjum myndavélateljara frá Pentair/Vaka var komið fyrir í teljarastíflu í mannvirkinu og eru þrjú þrep neðan við teljarann til að auðvelda fiski uppgönguna, segir á vef hennar.

„Teljarinn telur göngufiska og tekur mynd af hverjum fiski sem á leið upp ána. Með þessum búnaði og út frá veiðitölum er ætlunin að meta heildarstofnstærð laxa í ánni. Fyrirhugað er að teljarinn verði í virkni á þeim tíma sem von er á gögnum laxfiska úr sjó eins langt fram eftir hausti sem von er á fiski og unnt er vegna aðstæðna.“

Fyrsti laxinn 103 sentimetrar að lengd

Með nýja búnaðinum verði mögulegt að tegundagreina og stærðarmæla einstaka fiska sem ganga í ána. Einnig verði hægt að greina ytri eldiseinkenni, svo sem eydda ugga, ef laxar sem sloppið hafa úr sjókvíaeldi ganga um teljarann. Þá er unnið að því að búa svo um hnútana að hægt verði að meta magn laxalúsa á fiskinum. 

Framkvæmdirnar voru fjármagnaðar af Umhverfissjóði sjókvíaeldis og fyrirtækið Vestfirskir Verktakar annaðist þær.

Fyrsti laxinn gekk um nýja teljarann á föstudag, en um var að ræða stórlaxahæng og var hann 103 sentimetrar að lengd.

Niðurstöður úr teljaranum eru aðgengilegar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »