Leggja til bann við landselsveiðum

Landselur í Norðurfirði í Árneshreppi. Mynd úr safni.
Landselur í Norðurfirði í Árneshreppi. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Hafrannsóknastofnun leggur til að sett verði bann við beinum veiðum á landsel og stofnunin leggur einnig til að leitað verði leiða til að draga úr meðafla landsels við netaveiðar. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknastofnunar, sem birti í dag ráðgjöf sína í þessum efnum.

„Verði takmarkaðar beinar veiðar leyfðar er mikilvægt að veiðistjórnunarkerfi verði innleitt og skráningar á öllum veiðum verði lögbundnar. Jafnframt leggur stofnunin til að reynt verði að takmarka möguleg truflandi áhrif af athöfnum manna á landsel, sérstaklega í maí-ágúst þegar kæping og háraskipti eiga sér stað,“ segir á vef stofunarinnar.

Stofninn metinn um 9.400 dýr

Hafrannsóknastofnun, í samvinnu við Selasetur Íslands, hefur lokið vinnu við mat á stærð landselsstofnsins við Ísland. Matið byggir á talningum sem fram fóru sumarið 2018 og samkvæmt því er stofninn metinn vera um 9.400 dýr.

„Frá árinu 1980 hafa reglubundnar talningar farið fram til að meta stofnstærð og breytingar í stofnþróun tegundarinnar við Ísland. Stofninn er nú metinn vera 72% minni en árið 1980, en 23% stærri en árið 2016 þegar sambærilegt stofnstærðarmat var síðast unnið,“ segir á vef stofnunarinnar.

Þar segir einnig að mesta fækkunin í stofninum hafi átt sér stað frá árinu 1980 til ársins 1989 og að niðurstöður undanfarinna ára bendi til að stærð stofnsins sveiflist nú nálægt sögulegu lágmarki.

„Samkvæmt stjórnunarmarkmiðum fyrir landsel við Ísland skal lágmarks stofnstærð vera 12.000 selir. Niðurstöður stofnmatsins gefa til kynna að fjöldinn sé nú um 21% minni.  Mikilvægt er því að gripa til aðgerða til að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa sett,“ segir stofnunin.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunar (Skýrsla á ensku)

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »