Árni Friðriksson farinn í leiðangur

Árni Friðriksson í höfn. Mynd úr safni.
Árni Friðriksson í höfn. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er farið úr höfn til þátttöku í fjölþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í norðurhöfum, sem farinn er árlega að sumarlagi.

Þetta er tíunda árið í röð sem Hafrannsóknastofnun tekur þátt í leiðangrinum ásamt skipum frá Noregi, Færeyjum, Grænlandi og Danmörku, en í fyrsta skipti er hægt að sjá staðsetningu og feril flestra skipanna á slóðinni: skip.hafro.is.

Í leiðangrinum verður aflað gagna sem nýtast við fjölbreyttar rannsóknir sem snúa að vistkerfisþáttum frá frumframleiðni sjávar til útbreiðslu hvala, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.

Gögnum er safnað fyrir 21 mismunandi rannsóknaverkefni, þar af fjögur ný. Meðal nýju verkefnanna eru fitumælingar á makríl og söfnun á erfðaefni úr íslenskri sumargotssíld.

Leiðangurinn stendur í 30 daga og verða sigldar um 5.900 sjómílur eða tæplega 11 þúsund kílómetrar. Um borð eru sjö vísindamenn og 17 manna áhöfn. Eins og í fyrra mun leiðangursfólkið halda úti bloggi þar sem hægt verður að fylgjast með því sem fram fer um borð í rannsóknaskipinu. Bloggið er á slóðinni: pelagicecosystemsurvey.wordpress.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »