Silfurflotinn litinn augum úr lofti

Hafísbreiðan hefur að geyma óteljandi jaka, stóra sem smáa.
Hafísbreiðan hefur að geyma óteljandi jaka, stóra sem smáa. mbl.is/Eggert

„Það er bátur í vöntun,“ sagði Gunnar Örn Arnarson yfirstýrimaður við blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins í flugskýli Landhelgisgæslunnar á þriðjudag, þar sem beðið var eftir að fara mætti af stað í eftirlitsflug um borð í TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.

Svo kallast það í daglegu tali þegar fiskiskip sinnir ekki lögbundinni tilkynningarskyldu sinni.

„Það er alltaf meira um það yfir sumrin og gerist svo til á hverjum degi á þessum árstíma,“ sagði Gunnar og bætti við að áhafnir nærliggjandi skipa, vestur á Breiðafirði, væru byrjaðar að svipast um eftir bátnum.

Gunnar Örn Arnarson yfirstýrimaður fer yfir réttu handtökin um borð.
Gunnar Örn Arnarson yfirstýrimaður fer yfir réttu handtökin um borð. mbl.is/Eggert
Lagt var af stað fyrir hádegi á þriðjudag, í frábæru …
Lagt var af stað fyrir hádegi á þriðjudag, í frábæru skyggni. mbl.is/Eggert

Óþekktur hlutur í hafinu

Þegar TF-SIF tók á loft um klukkan ellefu fyrir hádegi, um klukkustund síðar, var báturinn þegar fundinn. Ekkert var þess vegna því til fyrirstöðu að fylgja áætlun dagsins, en meginefni hennar var athugun á hafís norðvestur af Vestfjörðum.

Ekki var þó langt liðið á flugferðina þegar víkja þurfti frá áætluninni.

„Vinstri rauður,“ barst þá í gegnum talstöðina og fram í flugstjórnarklefa, þar sem vélinni stýrðu þeir Garðar Árnason flugstjóri og Gunnar Guðmundsson flugmaður.

Flugstjórinn Garðar Árnason og flugmaðurinn Gunnar Guðmundsson.
Flugstjórinn Garðar Árnason og flugmaðurinn Gunnar Guðmundsson. mbl.is/Eggert

Með hjálp ratsjár höfðu stýrimennirnir aftur í vélinni, Friðrik Höskuldsson og Gunnar Örn, komið auga á óþekktan hlut í hafinu, djúpt vestur af sunnanverðum Vestfjörðum. Um leið lét flugstjórinn vinstri vænginn síga og beindi vélinni í vestnorðvestur. Á ratsjánni við hlið hans mátti sjá rautt merki, sem við stefndum nú beint á.

Spurður hvað væri líklegast á bak við merkið sagði Garðar að það gæti í raun verið hvað sem er. „Þetta gæti allt eins verið fiskikar,“ svaraði hann léttur í bragði.

Ljósmyndarinn andaði léttar

Um tíu mínútur liðu þar til vélin fór að lækka flugið. Ljóst var um leið hvað þarna var á ferðinni. Borgarísjaki, þrjú hundruð metra langur, aurugur og tiltölulega flatur. Flogið var meðfram jakanum áður en stefnan var aftur tekin í norður.

Jakinn var um 300 metrar að lengd samkvæmt ratsjármælingum.
Jakinn var um 300 metrar að lengd samkvæmt ratsjármælingum. mbl.is/Eggert

Frábært skyggni hafði verið yfir Faxaflóa og vonast var til að sömu sögu yrði að segja af hafísbreiðunni undan Vestfjörðum. „Ætli það liggi á honum?“ veltu þeir fyrir sér í flugstjórnarklefanum, og áttu þá við þokuna sem gjarnan vill loða við hafísbreiðurnar.

Svo reyndist ekki vera í þetta sinnið, eins og kom í ljós þegar norðar dró, og gat ljósmyndari Morgunblaðsins samstundis andað léttar.

Auðvelt var að gleyma sér í að skyggnast eftir lífi …
Auðvelt var að gleyma sér í að skyggnast eftir lífi innan um jakana. mbl.is/Eggert

„Silfurfloti, sendur oss að kvelja,“ orti Matthías Jochumsson um hafísinn, landsins forna fjanda, eins og hann nefndi fyrirbærið. Ljóðlína sem sótti á hugann þegar flugvélin nálgaðist hvítu hafísbreiðuna úr lofti. Ótalmargir jakar mynda breiðuna og virðast margir sem agnarsmáir ísmolar, en eru ef til vill frekar á stærð við fólksbíla.

Þétt þoka úr norðri

Flugið yfir hafísinn tók drjúgan tíma og auðvelt var að gleyma sér í að skima eftir lífi á milli jakanna, einhverju kviku og hvítu á sundi. Loks tók þó þokan úr norðri að þéttast og ákveðið var að skilja við ísbreiðuna og halda austur.

Innan nokkurra mínútna dró hins vegar til tíðinda. „Það er borgarís fram undan,“ sagði Gunnar Örn og hnippti í blaðamann. Í fyrstu sást ekki neitt nema svartaþoka. En sjá, úr þokunni skagaði skyndilega mikill jaki, hár, breiður og skjannahvítur.

Þar sem jakinn rís hæst yfir sjávarmáli er hann á …
Þar sem jakinn rís hæst yfir sjávarmáli er hann á við hæð Hallgrímskirkju. mbl.is/Eggert

Fimm hundruð metra breiður og um fimmtíu til sjötíu metra hár – óneitanlega tignarlegur og tilkomumikill, eins og getið var á forsíðu Morgunblaðsins á miðvikudag.

En eins skjótt og hann hafði komið fyrir augu okkar var hann horfinn aftur í þokuna, týndur öllum þeim sem ekki hafa yfir ratsjá að ráða.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »