Sjávarhiti hækkar á ný

Lækkun hita og seltu í hlýsjónum er sögð tengjast sviptingum …
Lækkun hita og seltu í hlýsjónum er sögð tengjast sviptingum sem verið hafa á vindafari við Labrador. mbl.is/RAX

Sjáv­ar­hiti í hlý­sjón­um sunn­an og vest­an við landið hef­ur hækkað og var í maí og júní um og yfir meðallagi hita síðustu fimm ára­tugi, en hann hef­ur verið und­ir meðallagi síðustu fjög­ur ár. Selta sjáv­ar á þess­um slóðum er enn tölu­vert und­ir meðallagi líkt og verið hef­ur síðustu fjög­ur árin.

Þetta er eitt af því sem vor­leiðang­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar hef­ur sýnt fram á. Á vef stofn­un­ar­inn­ar er bent á að selta sé þó á upp­leið miðað við árið 2017, þegar efri lög sjáv­ar voru hvað fersk­ust.

Lækk­un hita og seltu í hlý­sjón­um er sögð tengj­ast svipt­ing­um sem verið hafa á vindafari við Labra­dor og í sunn­an­verðu Græn­lands­hafi und­an­far­in ár.

„Fyr­ir norðan land voru hiti og selta yfir meðallagi. Hlý­sjáv­ar gætti aust­ur fyr­ir Langa­nes og var hiti á land­grunni norðaust­ur af Langa­nesi með því hæsta sem mælst hef­ur að vori und­an­farna ára­tugi og jafn­ast sjáv­ar­hiti við hlýju árin 2003 og 2004. Al­mennt var út­breiðsla hlý­sjáv­ar mik­il fyr­ir Norður­landi og aust­ur með því. Hiti og selta voru yfir meðallagi í Aust­ur-Íslands­straumi. Hiti og selta fyr­ir aust­an land voru um og yfir meðallagi,“ seg­ir í niður­stöðum leiðang­urs­ins.

Nær­ing­ar­efni og plöntu­svif

Vor­blómi svifþör­unga er sagður hafa verið að mestu yf­ir­staðinn í inn­an­verðum Faxa­flóa, en gróður al­mennt rýr vest­an lands og norður af Vest­fjörðum og styrk­ur nær­ing­ar­efna hár ef und­an eru skild­ar grynnstu stöðvarn­ar og inni á Breiðafirði, Arnar­f­irði og Ísa­fjarðar­djúpi.

„Frá Horn­banka og aust­ur fyr­ir Siglu­nessnið var gróður­flekk­ur, en nær­ing­ar­efni ekki upp­ur­in. Aust­ur af Siglu­nessniði og aust­ur um land að Krossa­nesi var vor­blóm­inn yf­ir­staðinn og orðið nær­ing­arsnautt. Einnig var gróður­flekk­ur á Sel­vogs­banka, en ann­ars hafði vor­blóm­inn ekki átt sér stað að svo komnu.“

Dýra­svif

Þegar á heild­ina sé litið hafi átu­magn í yf­ir­borðslög­um við landið í vor­leiðangri 2019 verið ná­lægt lang­tímameðaltali.

„Á Vest­ur - og Aust­ur­miðum var átu­magn und­ir meðallagi, en um eða yfir meðallagi á Norður- og Suðurmiðum. Séu niður­stöður um átu born­ar sam­an við vorið 2018 kem­ur í ljós að átu­magnið var tals­vert meira en þá fyr­ir sunn­an og norðan land. Rauðáta var áber­andi í flest­um sýn­um, einkum fyr­ir sunn­an og vest­an, þar sem mikið var af rauðátu á ung­stig­um, sem bend­ir til mik­ils vaxt­ar á þeim slóðum. Þá voru smáátu­teg­und­ir al­geng­ar í sýn­um sem tek­in voru á grunn­slóð fyr­ir sunn­an land. Í kalda sjón­um djúpt norðaust­ur af land­inu var mikið um pólátu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.4.25 522,62 kr/kg
Þorskur, slægður 10.4.25 711,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.4.25 383,88 kr/kg
Ýsa, slægð 10.4.25 370,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.4.25 106,04 kr/kg
Ufsi, slægður 10.4.25 258,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 10.4.25 252,88 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.4.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 10.556 kg
Ýsa 1.229 kg
Steinbítur 87 kg
Langa 31 kg
Keila 18 kg
Ufsi 7 kg
Karfi 3 kg
Samtals 11.931 kg
10.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.709 kg
Þorskur 225 kg
Samtals 1.934 kg
10.4.25 Stormur ST 69 Grásleppunet
Grásleppa 1.161 kg
Þorskur 225 kg
Skarkoli 83 kg
Samtals 1.469 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.4.25 522,62 kr/kg
Þorskur, slægður 10.4.25 711,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.4.25 383,88 kr/kg
Ýsa, slægð 10.4.25 370,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.4.25 106,04 kr/kg
Ufsi, slægður 10.4.25 258,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 10.4.25 252,88 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.4.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 10.556 kg
Ýsa 1.229 kg
Steinbítur 87 kg
Langa 31 kg
Keila 18 kg
Ufsi 7 kg
Karfi 3 kg
Samtals 11.931 kg
10.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.709 kg
Þorskur 225 kg
Samtals 1.934 kg
10.4.25 Stormur ST 69 Grásleppunet
Grásleppa 1.161 kg
Þorskur 225 kg
Skarkoli 83 kg
Samtals 1.469 kg

Skoða allar landanir »