Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

Karl Birgir til hægri, ásamt Huld Magnúsdóttur og þeim Magnúsi …
Karl Birgir til hægri, ásamt Huld Magnúsdóttur og þeim Magnúsi og Birni. Stefnt er á Noregsmarkað fyrst um sinn.

Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti.

Fyrirtækið Hefring ehf. hefur gengið frá samkomulagi við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins um fjármögnun og mun sjóðurinn eignast tæplega fjórðungshlut í félaginu. Frá þessu var greint á vef 200 mílna á mánudag, en Hefring þróar lausnir sem stefna að því að auka öryggi sjófarenda og veita bátaeigendum betri yfirsýn yfir meðferð báta.

Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri Hefringar, segir í samtali við 200 mílur að rekja megi uppruna fyrirtækisins til þess þegar hann og Björn Jónsson störfuðu fyrir bátasmíðastöðina Rafnar, þar sem þeir tóku þátt í að rannsaka bátsskrokkana sem þá voru í þróun.

„Með okkur í því var Magnús Þór Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands,“ segir Karl og bætir við að rannsóknir þeirra hafi leitt í ljós margt sem áður var á huldu.

Búnaðurinn á að geta gefið skipstjórum upplýsingar um skipið í …
Búnaðurinn á að geta gefið skipstjórum upplýsingar um skipið í rauntíma.

Mælingar upp á 4-5 g

„Þær sýndu okkur mjög mikið um hegðun þeirra báta, sem við notuðum til samanburðar við bát Rafnars, sem fólk almennt vissi ekki. Hversu mikill þyngdarkrafturinn væri þegar bátarnir lentu á hverri öldunni á eftir annarri og um leið hversu mikil áhrif hann hefur á mannslíkamann.“

Sem dæmi bendir Karl á þá þyngdarhröðun sem yfirleitt er á yfirborði jarðar, eða um 9,8 m/s2, en sú stærð er oft táknuð með bókstafnum g. „Meðalmaður getur þolað um það bil eitt g til viðbótar, umfram þyngdarhröðun jarðar, í um tíu mínútur samkvæmt stöðlum Evrópusambandsins,“ segir hann.

„Við vorum að sjá þarna mælingar upp á fjögur eða fimm g,“ segir hann. „Vel að merkja í samanburðarbátunum, ekki í bátum Rafnars. Og gögnin úr frumgerðum Hefringar hafa sýnt svipaðar niðurstöður.“

Hægt að ráða í aðstæðurnar

Á svipuðum tíma hafa verið til umræðu tíð slys farþega um borð í hvalaskoðunarbátum hér við land.

„Við tengdum strax við það að þessir kraftar sem við vorum þarna að sjá svart á hvítu væru klárlega orsökin að mörgum þessara slysa. Okkur kom þá til hugar að gagnlegt gæti verið fyrir skipstjóra þessara báta að geta séð upplýsingar um þessa krafta í rauntíma. Og ekki síður að geta gefið einhvers konar spágildi, þar sem hægt er að horfa á aðstæður og meta út frá því hvað sé líklegt til að gerast þegar út í þær er komið, áður en haldið er af stað.“

Ítarlegri umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu í gær.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »