Orlik að sökkva í Njarðvíkurhöfn

Rússneski togarinn Orlik við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Mynd úr safni.
Rússneski togarinn Orlik við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Mynd úr safni. mbl.is/Hilmar Bragi Bárðarson

Björgunaraðgerðir standa nú yfir í Njarðvíkurhöfn þar sem togarinn Orlik er að sökkva við bryggju. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta, sem segja þess hafa orðið vart á tíunda tímanum í gærkvöldi að mikill leki var kominn að skipinu.

Orlik, sem er rússneskur togari, hefur legið við bundinn við bryggju í Njarðvík í ein fimm ár og var ástand skipsins orðið hættulegt og ryðgöt komin á skrokk þess. Mbl.is hefur eftir vaktmanni í Njarðvíkurhöfn nú á níunda tímanum að búið sé að finna gatið og verið sé að rétta skipið af.

Víkurfréttir segja Sigurð Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar hafa fyrstan orðið varan við að skipið væri að sökkva, en Köfunarþjónustan hefur haft eftirlit með skipinu og er aðstæður voru kannaðar um borð í síðustu viku hafi allt verið með felldu.

Þegar í ljós kom að skipið var að sökkva var mannskapur fenginn í björgunaraðgerðir.  Voru starfsmenn Reykjaneshafnar kallaðir til, auk þess sem mengunarvarnabúnaður var fenginn frá Faxaflóahöfnum.

Dælum var svo komið um borð í skipið og um tvöleytið í nótt var dælingin byrjuð að skila árangri og skipið hætt að síga.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leki kemur upp í Orlik, en greint var frá því fyrir tveimur árum að sjór flæddi inn í skipið. Þá stóð til að senda skipið til Evr­ópu þar sem rífa átti það í brota­járn, sjóferðaleyfi fékkst þó aldrei fyrir skipið vegna ástands þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.058 kg
Ýsa 3.905 kg
Samtals 7.963 kg
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Þorskur 129 kg
Ýsa 13 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 151 kg
25.11.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 376 kg
Ýsa 156 kg
Langa 149 kg
Keila 33 kg
Steinbítur 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 743 kg
25.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.418 kg
Ýsa 4.229 kg
Keila 422 kg
Langa 311 kg
Karfi 57 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 12.453 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.058 kg
Ýsa 3.905 kg
Samtals 7.963 kg
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Þorskur 129 kg
Ýsa 13 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 151 kg
25.11.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 376 kg
Ýsa 156 kg
Langa 149 kg
Keila 33 kg
Steinbítur 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 743 kg
25.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.418 kg
Ýsa 4.229 kg
Keila 422 kg
Langa 311 kg
Karfi 57 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 12.453 kg

Skoða allar landanir »