„Það gengur vel. Við erum búnir að taka á móti sex þúsund tonnum af makríl á þremur vikum og erum að frysta á Japansmarkað núna. Það reiknaði enginn með að við gætum fryst á Japan í júlímánuði,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV).
Vel hefur viðrað til veiða sunnan við Eyjar þar sem skipin hafa aðallega verið að og makríllinn verið vænn. Þrjú skip leggja upp hjá VSV. Þau eru Ísleifur VE, Kap VE og Huginn VE. Allur aflinn er unninn og frystur í landi.
Sigurgeir kveðst vera bærilega bjartsýnn á markaðshorfur varðandi makrílafurðir. Þá hafi gengi krónunnar verið hagstæðara útflutningi en það var í fyrra, þótt krónan hafi styrkst aðeins í gær.
Makrílvinnsla hófst hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað (SVN) á laugardag en þá kom Margrét EA með fyrsta farm vertíðarinnar, 840 tonn. Alls er búið að taka á móti tæplega 3.000 tonnum til vinnslu af fjórum skipum síðan vertíðin hófst.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri SVN, sagði að veiðarnar gengju ágætlega. Skipin hafa verið austur í Rósagarði og víðar á miðum fyrir austan og einhver við Eyjar. Bræla hafði aðeins tafið frá veiðum. Makríllinn hefur að mestu verið stór og vel haldinn. Reynt er að heilfrysta sem mest hjá SVN.
Gunnþór segir að sala sé ekki hafin en menn séu þokkalega bjartsýnir varðandi markaði. Auk skipa sem lönduðu makríl til vinnslu landaði Hákon EA 650 tonnum af frystum makríl hjá SVN í vikunni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |