Gæði fisksins munu aukast

Birgir Þór Sverrisson segir að mannskapurinn fái stærra rými í …
Birgir Þór Sverrisson segir að mannskapurinn fái stærra rými í nýja skipinu.

Ný Vestmannaey VE kom til hafnar í síðustu viku, við mikinn fögnuð heimamanna í Vestmannaeyjum, en skipið er í eigu útgerðarfyrirtækisins Bergs-Hugsins ehf.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri Vestmannaeyjar, segir í samtali við 200 mílur að tími hafi verið kominn á endurnýjun skipsins, en horft hafi verið til þess að bæta vinnuaðstöðuna um borð til að auka gæði fisksins, meðal annars með stækkun vinnsludekks. Hann segir Íslendinga jafnan vera of seina að endurnýja skip.

„Það sem mestu máli skiptir er að bæta meðferð á aflanum og auka gæðin. Með nýja skipinu og búnaðinum um borð eigum við að fá fram betri kælingu og aðgerðaraðstaðan er betri,“ segir Birgir.

Hann segir að skipið sé breiðara og hærra en gamla Vestmannaeyin og verði því stöðugra. „Það sem er nýtt í þessu skipi er að við verðum með tvær vélar og tvær skrúfur, sem á að þýða minni olíueyðslu. Það eru sífellt meiri kröfur gerðar út frá umhverfissjónarmiðum um að minnka olíueyðsluna.“

Tvær skrúfur nýmæli

Aðspurður segir Birgir að það séu nýmæli hér á landi að togskip sé með tvær skrúfur. „Það er eitthvað um þetta í Noregi en þetta er nýtt hér á landi.“

Hann segir að það að vera með tvær vélar þýði að báturinn verði miklu rásfastari og haldi stefnu mikið betur. „Svo virðist sem stöðugleikinn sé meiri og hann leggst minna undan.“

Birgir fékk skipið afhent í Noregi, þar sem það var smíðað í skipasmíðastöð Vard í Aukra, og sigldi því sjálfur hingað til lands. Þar á undan tók hann þátt í prófunum á skipinu ytra. „Fyrst prófa þeir hjá skipasmíðastöðinni bátinn og allan búnað. Svo er tekinn prufutúr með tryggingafélögum. Þá eru gerðar veiðarfæraprufur og við prófum til dæmis spilbúnaðinn. Við eigum samt eftir að prófa hann betur hér heima. Það á alltaf eftir að stilla fullt af hlutum í nýjum skipum. Svo á eftir að setja millidekk, en það verður gert í slippnum á Akureyri. Ennfremur á eftir að klára einhver tæknimál og setja krapakerfi, sem verður gert hér í Vestmannaeyjum.“

Nýja Vestmannaey siglir inn til Eyja í fyrsta sinn. Lengd …
Nýja Vestmannaey siglir inn til Eyja í fyrsta sinn. Lengd hennar er 28,9 metrar, breddin er 12 metrar og þyngd 183,4 brúttótonn. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Ferill aflans þegar hann kemur um borð er á þá leið að hann fer fyrst í móttöku og er svo blóðgaður og innyflin fjarlægð, nema lifur er tekin til hliðar og hrogn þegar það á við. Þá fer fiskurinn í gegnum þvottakerfi og svo í kælikör þar sem hann er kældur niður í tvær gráður. Eftir það er hann settur í geymslu í ískrapa í lestinni.

„Þetta er miklu fullkomnara kerfi en við höfum verið með. Svo er fiskurinn líka stærðar- og tegundaflokkaður á millidekkinu. Þessi aðgerðaraðstaða verður stóra byltingin hjá okkur.“

Þurfa ekki að beygja sig

Vinnuaðstaða starfsmanna mun einnig breytast til muna. „Við erum að leitast við að losna við að beygja okkur. Á gömlu skipunum þurftum við að henda fiski upp í kör en þarna losnum við við það.“

Birgir segir að mannskapurinn fái einnig stærra rými í skipinu, eins og stærri borðsal og slíkt.

„Annars er mikilll búnaður í svona skipi, allur af bestu gerð. Sum tæki hefur maður aldrei séð áður og þarf að kynna sér vel og lesa leiðbeiningarbæklinga vandlega yfir.“

Vestmannaey veiðir aðallega bolfisk. „Við erum með mjög stóran ýsu- og þorskkvóta. Einnig veiðum við mikið af ufsa, karfa og flatfisktegundum. Við sendum svo aflann bæði á erlendan markað og í vinnslu á landi.“

Hann segir að veiðitúrarnir séu tveir til fimm dagar og tólf skipverjar um borð í hvert sinn.

„Við gerum út frá Vestmannaeyjum og löndum um 70% af aflanum þar, en á haustin löndum við svolítið fyrir austan, á Seyðisfirði, Eskifirði og Norðfirði, eftir því sem hentar.“

Eins og Birgir bendir á er Vestmannaeyin sú fyrsta af sjö eins skipum sem væntanleg eru til landsins á næstu mánuðum. Í september fær Bergur-Huginn til að mynda glænýja Bergey, en fyrirtækið gerir að jafnaði út tvö skip.

Búið er að selja gömlu Bergeyna en óvíst er að hans sögn hvað verður um gömlu Vestmannaeyna. Sex vikur tekur að klára nýju Vestmannaeyna og á Birgir von á að fara í fyrsta veiðitúrinn á skipinu í september næstkomandi. Kveðst hann hlakka til þess að takast á við nýja áskorun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »