Stökkpallur inn á Bandaríkjamarkað

Frá fiskmarkaði erlendis. Margir vænta þess að stærstu sóknarfæri íslensks …
Frá fiskmarkaði erlendis. Margir vænta þess að stærstu sóknarfæri íslensks sjávarfangs séu á netinu en þá þarf að tryggja stuttan sendingartíma. AFP

Það kviknaði á peru hjá Ólafi Matthíassyni þegar hann las viðtal í Morgunblaðinu við saltframleiðanda sem barmaði sér yfir því hve risastórt skref það getur verið fyrir lítil íslensk framleiðslufyrirtæki að taka stökkið út á erlendan markað. Hefur aðeins verið um tvennt að velja: að senda vörur frá Íslandi með pósti, sem væri dýrt og lengdi sendingartímann, eða þá að koma upp vöruhúsi með ærnum tilkostnaði.

„Það er líka inni í myndinni að komast hjá stærri vöruhúsum, en þar þurfa framleiðendur að vera búnir að ná allt annarri stærð og ekkert sem heitir að ætla að þreifa aðeins á markaðinum og sjá viðbrögðin áður en allt er lagt undir.“

Ólafur hefur um árabil stýrt flutningafyrirtækinu North Atlantic Cargo Line, sem sinnir flutningum á milli N-Ameríku og Evrópu, og hafði aðgang að rúmgóðu vöruhúsi í Virginíu. Hann kom auga á hvernig mætti útvíkka reksturinn, íslenskum sprotum til framdráttar, og nýta aðstöðuna til að opna vöruhús og dreifa þaðan pöntunum til kaupenda vítt og breitt um Bandaríkin. Nú er þessi viðskiptahugmynd orðin að sjálfstæðu fyrirtæki sem fengið hefur nafnið Ísafold Distribution Center (www.isafolddc.com).

Samhliða því var ákveðið að flytja starfsemina frá Virginíu til Portland í Maine, þar sem flutningaskip Eimskips leggjast að bryggju vikulega, og opna þar nýtt vöruhús með aðstöðu til að meðhöndla kæli- og frystivörur. Sonur Ólafs, Alexander, er framkvæmdastjóri Ísafoldar og flutti frá Los Angeles til Portland til að taka þátt í verkefninu.

Ítarlegri umfjöllun má finna í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu 7. ágúst.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »