Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, Chris Davies, segir makrílstríð við Ísland ógna framtíð skoskra sjómanna.
Davies, sem er Evrópuþingmaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, er staddur í Skotlandi. Í umfjöllun The Shetlands Times um heimsóknina er fjallað um sjálfbærar makrílveiðar skipa frá Evrópusambandinu, Noregi, Íslandi og Grænlandi. Þar segir einnig að á síðasta ári hafi sérfræðingar Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES) lýst því yfir að makrílstofninn sætti ofveiði og því hafi verið samþykkt að minnka veiðar um 20%.
Fullyrt er í frétt The Shetland Times að íslensk stjórnvöld sæti gagnrýni fyrir að hafa tilkynnt að kvóti Íslands verði aukinn úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn, án nokkurs samráðs. Morgunblaðið greindi frá því fyrr í sumar að Íslendingar taka sér stærri hlut af makrílaflanum í Norður-Atlantshafi en þeir hafa áður gert og að heildaraflinn á makríl færi um 80 þúsund tonn yfir ráðgjöf vísindamanna.
Davies ræddi við forystumenn úr sjávarútvegi í heimsókn sinni til Hjaltlandseyja og sagði hann meðal annars að ef veiða á fiskistofna með sjálfbærum hætti sé nauðsynlegt að hafa samráð milli þjóða. „Íslendingar eru gráðugir og óábyrgir. Þeir haga sér ekki eins og vinaleg þjóð, hvað þá eins og þjóð sem á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu,“ hefur miðillinn eftir Davies, sem vill taka málið upp á Evrópuþinginu.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 612,42 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 682,02 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 406,34 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 302,03 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 261,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 303,02 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,12 kr/kg |
20.1.25 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.579 kg |
Ýsa | 3.346 kg |
Samtals | 10.925 kg |
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.098 kg |
Ýsa | 2.880 kg |
Langa | 582 kg |
Samtals | 10.560 kg |
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 1.020 kg |
Samtals | 1.020 kg |
20.1.25 Bárður SH 81 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 14.633 kg |
Samtals | 14.633 kg |
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 39.967 kg |
Ýsa | 11.514 kg |
Ufsi | 4.916 kg |
Karfi | 3.517 kg |
Samtals | 59.914 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 612,42 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 682,02 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 406,34 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 302,03 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 261,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 303,02 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,12 kr/kg |
20.1.25 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.579 kg |
Ýsa | 3.346 kg |
Samtals | 10.925 kg |
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.098 kg |
Ýsa | 2.880 kg |
Langa | 582 kg |
Samtals | 10.560 kg |
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 1.020 kg |
Samtals | 1.020 kg |
20.1.25 Bárður SH 81 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 14.633 kg |
Samtals | 14.633 kg |
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 39.967 kg |
Ýsa | 11.514 kg |
Ufsi | 4.916 kg |
Karfi | 3.517 kg |
Samtals | 59.914 kg |