Vilja meira en bara þorsk og ýsu

Að elda fisk á grilli er lítill vandi, segir Eyjólfur.
Að elda fisk á grilli er lítill vandi, segir Eyjólfur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenskir neytendur eru orðnir opnari fyrir því að kaupa og matreiða fisktegundir sem áður sáust varla í eldhúsum landsmanna. Dýrari fiskurinn selst betur eftir því sem dregur nær helginni.

Þegar viðrar vel á Íslendinga á sumrin á fisksalan það til að minnka fyrstu sólardagana. „Þá tekur fólk fram grillið og matreiðir hamborgara, steikur og pylsur. En ef veðrið helst áfram gott fer kjötið að verða þreytandi til lengdar og til að fá meiri fjölbreytni byrjar fólk að grilla fisk í staðinn. Að elda fisk á grilli er lítill vandi, svo lengi sem valin er tegund sem er þétt í sér.“

Þannig lýsir Eyjólfur Júlíus Pálsson sumrinu eins og það horfir við Hafinu fiskverslun. Hann stofnaði fyrirtækið árið 2006 með æskuvini sínum Halldóri Heiðari Halldórssyni og hefur starfsemin gengið vel allt frá upphafi.

Ferskt blóð inn í stétt fisksala

Í dag eru verslanirnar tvær; önnur í Hlíðasmára og hin í Spönginni, og að auki er Hafið með fiskverkun í Hafnarfirði þaðan sem fallegum og vandlega snyrtum fiski er dreift til stórkaupenda á borð við hótel, veitingahús og mötuneyti vinnustaða. Um sextíu manns starfa hjá fyrirtækinu, flestir við fiskverkun og dreifingu.

En hvað var Eyjólfur að hugsa þegar hann stofnaði búðina á sínum tíma, í miðju góðæri? „Ég hef unnið við fisk frá unga aldri, verið á sjónum og í frystihúsi, og starfaði um langt skeið í fiskverslun. Mig hafði dreymt um að opna mitt eigið fyrirtæki, og langaði líka að koma með ferskt blóð inn í stétt fisksala,“ segir hann.

Vinur hans Halldór hafði hins vegar lítið sem ekkert komið nálægt fiski, en var engu að síður fús að leggja verkefninu lið, og segist Eyjólfur fjarska heppinn að hafa ekki þurft að hefja reksturinn einn.

Ítarlegra viðtal við Eyjólf má lesa í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu 14. ágúst.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,68 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,79 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,68 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,79 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »