Ekki léttvæg ákvörðun

HB Grandi heitir nú Brim.
HB Grandi heitir nú Brim. mbl.is/Hjörtur

Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar og staðgengill framkvæmdastjóra Gildis lífeyrissjóðs, segir í samtali við Morgunblaðið að ákvörðunin um sölu á 8,49% prósenta hlut lífeyrissjóðsins í útgerðarfélaginu Brimi (áður HB Granda) í gær til FISK Seafood, hafi ekki verið léttvæg, en hún hafi verið tekin í kjölfar kaupa Brims á sölufélögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrir helgi. Útgerðarfélag Reykjavíkur er í eigu forstjóra Brims, Guðmundar Kristjánssonar.

Á hluthafafundi 15. ágúst greiddi Gildi atkvæði á móti kaupum á sölufélögunum. Kaupin voru engu að síður samþykkt með um 90% greiddra atkvæða á fundinum. „Þetta voru ekki fyrstu viðskipti Brims við tengdan aðila, og okkur fannst þetta vera orðin helst til umfangsmikil viðskipti við félag í eigu forstjórans og stærsta hluthafans. Það sem miklu máli skiptir í þessu tilfelli er hvað kaupin á sölufélögunum leiða til mikillar aukningar á hlut Útgerðarfélags Reykjavíkur í félaginu, og þar með til þrenginga á eignarhaldi Brims, sem olli okkur áhyggjum,“ segir Davíð, en Gildi á áfram 0,2% hlut í Brimi eftir kaupin.

Fyrri viðskiptin sem Davíð vísar til hér að ofan voru kaup Brims á útgerðarfélaginu Ögurvík af Útgerðarfélagi Reykjavíkur.

Mögulega mistök

Kom ekki til greina að selja hlutinn í Brimi í kjölfar viðskiptanna með Ögurvík í fyrra?

„Nei, en það mál vakti vissulega ýmsar spurningar. Við samþykktum þau kaup að endingu á sínum tíma. Eftir á að hyggja má hins vegar velta fyrir sér hvort það hafi verið mistök, þ.e. upp á fordæmið að gera um viðskipti milli tengdra aðila.“

Kemur til greina að kaupa aftur hlut í Brimi miðað við núverandi stjórnarhætti í félaginu?

„Ég get ekki fullyrt neitt um það en miðað við óbreytta stöðu mála þá á ég ekki von á því.“

Aðspurður segir Davíð að verðið sem fékkst fyrir hlutinn hafi verið ásættanlegt, og sambærilegt því sem Gildi bauðst í yfirtökutilboði sem Brim gerði hluthöfum HB Granda 28. maí árið 2018, upp á 34,3 krónur fyrir hvern hlut, að teknu tilliti til arðgreiðslna. Davíð staðfestir að greiðsla fyrir hlutinn hafi verið í formi hlutabréfa í Högum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »