Ekki léttvæg ákvörðun

HB Grandi heitir nú Brim.
HB Grandi heitir nú Brim. mbl.is/Hjörtur

Davíð Rúdólfs­son, for­stöðumaður eign­a­stýr­ing­ar og staðgeng­ill fram­kvæmda­stjóra Gild­is líf­eyr­is­sjóðs, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að ákvörðunin um sölu á 8,49% pró­senta hlut líf­eyr­is­sjóðsins í út­gerðarfé­lag­inu Brimi (áður HB Granda) í gær til FISK Sea­food, hafi ekki verið létt­væg, en hún hafi verið tek­in í kjöl­far kaupa Brims á sölu­fé­lög­um í eigu Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur fyr­ir helgi. Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur er í eigu for­stjóra Brims, Guðmund­ar Kristjáns­son­ar.

Á hlut­hafa­fundi 15. ág­úst greiddi Gildi at­kvæði á móti kaup­um á sölu­fé­lög­un­um. Kaup­in voru engu að síður samþykkt með um 90% greiddra at­kvæða á fund­in­um. „Þetta voru ekki fyrstu viðskipti Brims við tengd­an aðila, og okk­ur fannst þetta vera orðin helst til um­fangs­mik­il viðskipti við fé­lag í eigu for­stjór­ans og stærsta hlut­haf­ans. Það sem miklu máli skipt­ir í þessu til­felli er hvað kaup­in á sölu­fé­lög­un­um leiða til mik­ill­ar aukn­ing­ar á hlut Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur í fé­lag­inu, og þar með til þreng­inga á eign­ar­haldi Brims, sem olli okk­ur áhyggj­um,“ seg­ir Davíð, en Gildi á áfram 0,2% hlut í Brimi eft­ir kaup­in.

Fyrri viðskipt­in sem Davíð vís­ar til hér að ofan voru kaup Brims á út­gerðarfé­lag­inu Ögur­vík af Útgerðarfé­lagi Reykja­vík­ur.

Mögu­lega mis­tök

Kom ekki til greina að selja hlut­inn í Brimi í kjöl­far viðskipt­anna með Ögur­vík í fyrra?

„Nei, en það mál vakti vissu­lega ýms­ar spurn­ing­ar. Við samþykkt­um þau kaup að end­ingu á sín­um tíma. Eft­ir á að hyggja má hins veg­ar velta fyr­ir sér hvort það hafi verið mis­tök, þ.e. upp á for­dæmið að gera um viðskipti milli tengdra aðila.“

Kem­ur til greina að kaupa aft­ur hlut í Brimi miðað við nú­ver­andi stjórn­ar­hætti í fé­lag­inu?

„Ég get ekki full­yrt neitt um það en miðað við óbreytta stöðu mála þá á ég ekki von á því.“

Aðspurður seg­ir Davíð að verðið sem fékkst fyr­ir hlut­inn hafi verið ásætt­an­legt, og sam­bæri­legt því sem Gildi bauðst í yf­ir­töku­til­boði sem Brim gerði hlut­höf­um HB Granda 28. maí árið 2018, upp á 34,3 krón­ur fyr­ir hvern hlut, að teknu til­liti til arðgreiðslna. Davíð staðfest­ir að greiðsla fyr­ir hlut­inn hafi verið í formi hluta­bréfa í Hög­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.25 508,64 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.25 647,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 356,66 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 201,41 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,94 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 1.991 kg
Langa 564 kg
Þorskur 434 kg
Steinbítur 206 kg
Ufsi 120 kg
Keila 69 kg
Skarkoli 67 kg
Karfi 65 kg
Sandkoli 10 kg
Samtals 3.526 kg
25.4.25 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 3.275 kg
Steinbítur 243 kg
Langa 221 kg
Þorskur 148 kg
Ufsi 96 kg
Karfi 57 kg
Keila 26 kg
Skarkoli 5 kg
Samtals 4.071 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.25 508,64 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.25 647,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 356,66 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 201,41 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,94 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 1.991 kg
Langa 564 kg
Þorskur 434 kg
Steinbítur 206 kg
Ufsi 120 kg
Keila 69 kg
Skarkoli 67 kg
Karfi 65 kg
Sandkoli 10 kg
Samtals 3.526 kg
25.4.25 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 3.275 kg
Steinbítur 243 kg
Langa 221 kg
Þorskur 148 kg
Ufsi 96 kg
Karfi 57 kg
Keila 26 kg
Skarkoli 5 kg
Samtals 4.071 kg

Skoða allar landanir »