„Það hefur allt gengið að óskum. Aflinn er yfirleitt mjög góður en það kemur fyrir að hann detti niður í nokkra klukkutíma inn á milli. Það er mikil ferð á makrílnum en það er engu líkara en að hann gangi í hringi þegar hann er kominn þarna út,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK.
Skipið er nú í höfn á Vopnafirði en þangað kom skipið um klukkan 20 í gærkvöldi með 820 tonn af makríl, að því er fram kemur á vef Brims. Aflinn fékkst í fimm holum í svokallaðri Síldarsmugu, djúpt austur af landinu.
„Við höfum elt makrílinn í allar áttir og þegar við hættum veiðum var hann á hraðri leið í vesturátt. Við vorum þá komnir á sömu slóðir og við hófum veiðarnar á,“ segir Albert.
Að hans sögn er örugglega eitthvað að bætast við makrílgönguna í Síldarsmugunni.
„Við merkjum það meðal annars á stærðinni á fisknum. Í síðasta túr var makríllinn allur af svipaðri stærð og við vorum lengst af að veiða við Suðausturland eða ríflega 500 grömm.
Í þessum túr var fiskurinn heldur smærri eða um 460 grömm að jafnaði. Á heimsiglingunni lóðaði svo á makríl í íslenskri landhelgi og það er aldrei að vita nema einhver hitti á góða göngu á útstíminu á næstunni.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |