„Höfum elt makrílinn í allar áttir“

Víkingur AK, skip Brims.
Víkingur AK, skip Brims. Ljósmynd/Brim

„Það hefur allt gengið að óskum. Aflinn er yfirleitt mjög góður en það kemur fyrir að hann detti niður í nokkra klukkutíma inn á milli. Það er mikil ferð á makrílnum en það er engu líkara en að hann gangi í hringi þegar hann er kominn þarna út,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK.

Skipið er nú í höfn á Vopnafirði en þangað kom skipið um klukkan 20 í gærkvöldi með 820 tonn af makríl, að því er fram kemur á vef Brims. Aflinn fékkst í fimm holum í svokallaðri Síldarsmugu, djúpt austur af landinu.

„Við höfum elt makrílinn í allar áttir og þegar við hættum veiðum var hann á hraðri leið í vesturátt. Við vorum þá komnir á sömu slóðir og við hófum veiðarnar á,“ segir Albert.

Aldrei að vita nema einhver hitti á góða göngu

Að hans sögn er örugglega eitthvað að bætast við makrílgönguna í Síldarsmugunni.

„Við merkjum það meðal annars á stærðinni á fisknum. Í síðasta túr var makríllinn allur af svipaðri stærð og við vorum lengst af að veiða við Suðausturland eða ríflega 500 grömm.

Í þessum túr var fiskurinn heldur smærri eða um 460 grömm að jafnaði. Á heimsiglingunni lóðaði svo á makríl í íslenskri landhelgi og það er aldrei að vita nema einhver hitti á góða göngu á útstíminu á næstunni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »