Þrátt fyrir að sjávarútvegurinn hafi þegar náð markmiðum Parísarsamkomulagsins, leggja stjórnvöld kolefnisgjald á greinina og boða frekari hækkun. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir gjöldin hafa neikvæð áhrif á samkeppnishæfni sjávarútvegsins.
Heildarlosun koltvísýrings frá sjávarútvegi og matvælaiðnaði var ríflega 55% minni á árinu 2017 en árið 1995. Þar af hefur losunin frá fiskveiðum og fiskeldi dregist saman um tæp 49% og losun frá fiskvinnslu og öðrum matvælaiðnaði um 81%, samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands.
„Mér finnst skjóta mjög skökku við að stjórnvöld hækki kolefnisgjöld á atvinnugrein sem er nú þegar búin að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þetta er sú atvinnugrein sem hefur náð langmestum árangri í að minnka kolefnisspor sitt á undanförnum árum,“ segir Jens Garðar. Telur hann einkennilegt að „því sé mætt með ekki bara kolefnisgjöldum heldur stórhækkuðum kolefnisgjöldum sem ekki fyrir löngu voru hækkuð um 50% og boðað er að muni hækka ennþá meira“. Formaðurinn bendir einnig á að sjávarútvegur í samkeppnislöndum íslensks sjávarútvegs búi ekki við viðlíka gjöld.
Spurður hvort hann telji gjöldin draga úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs í alþjóðlegri samkeppni segir hann svo vera. „Þetta gjald er bara eitt af gjaldaflórunni sem alltaf dregur tennurnar úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 27.3.25 | 582,01 kr/kg |
Þorskur, slægður | 27.3.25 | 388,00 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 27.3.25 | 344,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 27.3.25 | 231,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 27.3.25 | 147,25 kr/kg |
Ufsi, slægður | 27.3.25 | 263,31 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 27.3.25 | 233,49 kr/kg |
27.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína | |
---|---|
Langa | 2.421 kg |
Ýsa | 1.811 kg |
Ufsi | 200 kg |
Karfi | 181 kg |
Steinbítur | 50 kg |
Keila | 32 kg |
Þorskur | 8 kg |
Hlýri | 4 kg |
Samtals | 4.707 kg |
27.3.25 Stormur SH 33 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 123 kg |
Ufsi | 2 kg |
Samtals | 125 kg |
27.3.25 Emilía AK 57 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.034 kg |
Þorskur | 380 kg |
Samtals | 1.414 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 27.3.25 | 582,01 kr/kg |
Þorskur, slægður | 27.3.25 | 388,00 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 27.3.25 | 344,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 27.3.25 | 231,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 27.3.25 | 147,25 kr/kg |
Ufsi, slægður | 27.3.25 | 263,31 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 27.3.25 | 233,49 kr/kg |
27.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína | |
---|---|
Langa | 2.421 kg |
Ýsa | 1.811 kg |
Ufsi | 200 kg |
Karfi | 181 kg |
Steinbítur | 50 kg |
Keila | 32 kg |
Þorskur | 8 kg |
Hlýri | 4 kg |
Samtals | 4.707 kg |
27.3.25 Stormur SH 33 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 123 kg |
Ufsi | 2 kg |
Samtals | 125 kg |
27.3.25 Emilía AK 57 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.034 kg |
Þorskur | 380 kg |
Samtals | 1.414 kg |