Þrátt fyrir að sjávarútvegurinn hafi þegar náð markmiðum Parísarsamkomulagsins, leggja stjórnvöld kolefnisgjald á greinina og boða frekari hækkun. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir gjöldin hafa neikvæð áhrif á samkeppnishæfni sjávarútvegsins.
Heildarlosun koltvísýrings frá sjávarútvegi og matvælaiðnaði var ríflega 55% minni á árinu 2017 en árið 1995. Þar af hefur losunin frá fiskveiðum og fiskeldi dregist saman um tæp 49% og losun frá fiskvinnslu og öðrum matvælaiðnaði um 81%, samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands.
„Mér finnst skjóta mjög skökku við að stjórnvöld hækki kolefnisgjöld á atvinnugrein sem er nú þegar búin að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þetta er sú atvinnugrein sem hefur náð langmestum árangri í að minnka kolefnisspor sitt á undanförnum árum,“ segir Jens Garðar. Telur hann einkennilegt að „því sé mætt með ekki bara kolefnisgjöldum heldur stórhækkuðum kolefnisgjöldum sem ekki fyrir löngu voru hækkuð um 50% og boðað er að muni hækka ennþá meira“. Formaðurinn bendir einnig á að sjávarútvegur í samkeppnislöndum íslensks sjávarútvegs búi ekki við viðlíka gjöld.
Spurður hvort hann telji gjöldin draga úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs í alþjóðlegri samkeppni segir hann svo vera. „Þetta gjald er bara eitt af gjaldaflórunni sem alltaf dregur tennurnar úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 561,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 376,64 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,70 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
22.11.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet | |
---|---|
Þorskur | 18.300 kg |
Grálúða | 13.585 kg |
Samtals | 31.885 kg |
22.11.24 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 374 kg |
Ýsa | 24 kg |
Karfi | 20 kg |
Steinbítur | 12 kg |
Ufsi | 4 kg |
Hlýri | 4 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 440 kg |
21.11.24 Kvika SH 23 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.107 kg |
Þorskur | 105 kg |
Steinbítur | 48 kg |
Langa | 31 kg |
Keila | 8 kg |
Sandkoli | 4 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 3.306 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 561,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 376,64 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,70 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
22.11.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet | |
---|---|
Þorskur | 18.300 kg |
Grálúða | 13.585 kg |
Samtals | 31.885 kg |
22.11.24 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 374 kg |
Ýsa | 24 kg |
Karfi | 20 kg |
Steinbítur | 12 kg |
Ufsi | 4 kg |
Hlýri | 4 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 440 kg |
21.11.24 Kvika SH 23 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.107 kg |
Þorskur | 105 kg |
Steinbítur | 48 kg |
Langa | 31 kg |
Keila | 8 kg |
Sandkoli | 4 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 3.306 kg |