„Það er alveg rétt að það er kvartað undan of háum sköttum, en ég bendi þá á það að afkoman er svipuð og á síðasta ári. Hún er að batna og ég vona að það verði framhald á því,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í samtali við 200 mílur er hann er inntur álits á gagnrýni Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í garð stjórnvalda.
Í fyrra var hagnaður fyrirtækja í sjávarútvegi 27 milljarðar króna sem er um það bil það sama og árið 2017, er hagnaðurinn það ár minnsti hagnaður greinarinnar frá árinu 2009, að því er fram kom í kynningu úr gagnagrunni Deloitte á sjávarútvegsdeginum í Hörpu í morgun. Þar kom einnig fram að tekjur greinarinnar hafi verið 247 milljarðar í fyrra sem er nokkuð meira en árið á undan. þegar þær voru 225 milljarðar króna.
Í setningarræðu sinni á sjávarútvegsdeginum spurði Heiðrún Lind hverjar áherslur stjórnvalda væru í sjávarútvegi nú þegar þrengdi að og vísaði hún síðan til hækkunar ýmissa skatta sem lagðir væru á greinina.
„Ég bendi nú bara á það að við höfum verið að vinna í ýmsum málum tengdum sjávarútvegi á þessum tveimur árum sem ég er búinn að vera í ráðuneytinu. Við höfum endurskoðað grunninn undir veiðigjöldin, þannig að það er fyrirsjáanlegra. Við höfum sett makríl inn í aflamark, sem hlýtur að vera stór kostur með allan fyrirsjáanleika og arðsemi af þeim veiðum,“ segir Kristján Þór.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |