Tókust á um útflutning á óunnum fiski

Frá fundinum í atvinnuveganefnd í morgun.
Frá fundinum í atvinnuveganefnd í morgun. mbl.is/Hjörtur

Skiptar skoðanir komu fram á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun þar sem rætt var um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan Evrópusambandsins sem boðað var til að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrir fundinn komu fulltrúar hagsmunaaðila í sjávarútvegi.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, setti fundinn og gat þess að fréttir af því að útflutningur á óunnum fiski væri að aukast væri áhyggjuefni. Ásmundur vísaði til frétta í gær um að 500 störf hefðu glatast í fiskvinnslu af þessum sökum. Fiskur væri fluttur óunninn úr landi og unninn innan Evrópusambandsins af niðurgreiddum fiskvinnslum.

Spurði Ásmundur hvort það væri ásættanlegt að verðmætasköpunin vegna vinnslu á þessu sjávarfangi sem veitt væri hér við land yrði til erlendis. „Þetta er náttúrulega ekki umhverfi sem er heilbrigt,“ sagði hann. Sagði hann stærsta einstaka kaupanda fisks á Íslandi kaupa hann til þess að flytja hann til vinnslu í Póllandi. Málið snerist ekki um andstöðu við tækniframfarir.

Hlutfallið lágt á heildina litið

Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi bentu á að útflutningur á óunnum fiski væri ekkert nýtt undir sólinni og hefði tíðkast í áratugi. Einu sinni hefði oft verið siglt beint til útlanda og fiskurinn seldur þar. Sjávarútvegur væri landsbyggðaratvinnugrein, 85% sjávarútvegar væri á landsbyggðinni og mikil uppbygging víða um land. Vinnsla væri síður en svo á leið úr landi.

Margt hefði áhrif á hagkvæmni landvinnslu. Þar á meðal gengi krónunnar. Einnig skipti máli hvaða fisktegundir væri um að ræða. Þær væru mishentugar til landvinnslu. Enn fremur bentu fulltrúar SFS á að hlutfall af óunnum fiski, sem flutt væri til útlanda, væri ekki óeðlilegt í sögulegu samhengi. Í rauninni væri um að ræða mjög lágt hlutfall á heildina litið. Sjávarútvegurinn myndi halda áfram að auka verðmæti sjávarfangs og sækja fram á sviði tækniframfara.

Spyrna þurfi gegn útflutningi á óunnum fiski

Vilhjálmur Birgirsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði að sporna þyrfti með öllum ráðum gegn því að fiskur væri fluttur úr landi í þeim mæli sem raunin væri. Starfsmönnum hefði fækkað mikið í fiskvinnslu. Tækniframfarir væru hluti af skýringunni en ekki öll. Heimabær hans, Akranes, hefði lent mjög illa í þessu. Kvóti bæjarfélagsins væri nú 25 þúsund tonn en ekki kæmi einn sporður til vinnslu á landi. Talað hefði verið um að taka á þessu en ekkert gerst.

Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, sagði að enginn vilji virtist vera hjá stjórnvöldum til þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Þetta snerist um byggðamál. Besta byggðamálið væri að skapa sjávarúrvegsfyrirtækjum skilyrði til að geta starfað um allt land. „Það þarf ekkert annað.“ Tækni sem yrði til hér á landi væri flutt úr landi, seld evrópskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem væru ríkisstyrkt af Evrópusambandinu. „Svo kemur þetta allt í bakið á okkur.“

Fiskurinn fari í gegnum markaðina

Fulltrúar fiskmarkaða og fiskvinnsla lögðu áherslu á mikilvægi þess að sem mestur fiskur færi í gegnum markaðina og til vinnslu hér á landi. Hérlendar fiskvinnslur gætu þannig boðið í fiskinn. Fulltrúi sjávarútvegssveitarfélaga lagði áherslu á að styrkja þyrfti byggðirnar í landinu og að fækkun fiskvinnslufólks hefði áhrif á helstu tekjulind sveitarfélaganna, útsvarið.

Lilja Rafney lauk fundinum með þeim orðum að halda þyrfti áfram að skoða þessi mál á vettvangi stjórnmálanna og tryggja að horft væri til byggðasjónarmiða í þeim efnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »