Skortir þorsk á fiskmörkuðum

Góð veiði hefur verið á dagróðrabátum, en mikill skortur er …
Góð veiði hefur verið á dagróðrabátum, en mikill skortur er á þorski á fiskmörkuðum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Vertíð haustsins fer ekkert allt of vel af stað þar sem vöntun var á fiski á fiskmörkuðum í síðasta mánuði. Á móti kemur að verð hefur verið hátt. „Það er hátt verð, en ég hefði viljað sjá meira magn, sérstaklega í þorski. Það virðist vera erfiðara að ná í hann. Í september hefur farið minna í gegnum fiskmarkaðina á landsvísu en í sama mánuði í fyrra,“ segir Benedikt Snær Magnússon, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Norðurlands. Hann segir haustvertíðina hafa verið góða hjá dagróðrabátum „en ekkert eitthvað einstakt á þessum togurum“.

Í september 2018 fóru í gegnum fiskmarkaðina 8.357 tonn, sem er 752 tonnum meira en í sama mánuði á þessu ári, samdrátturinn nemur því um 9% milli ára. Hvað þorskinn varðar er um 17% minni þorskur sem fer í gegnum markaðina í september þessa árs miðað við sama mánuð 2018.

„Maður finnur það alveg að það er erfiðara að sækja fiskinn, hann er ekki endilega á þessum stöðum sem hann hefur verið. Þá hugsar maður alltaf til þess að það varð loðnubrestur, eitthvað hlýtur það að spila inn í,“ segir Benedikt og bætir við að verð hafi að meðaltali verið 71 krónu hærra. „Það er vöntun á fiski, það hlýtur að vera ástæðan fyrir háu verði.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 600,28 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 418,54 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,22 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 306,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 398,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.2.25 Björn EA 220 Þorskfisknet
Þorskur 4.562 kg
Karfi 98 kg
Samtals 4.660 kg
10.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.276 kg
Ufsi 465 kg
Ýsa 87 kg
Karfi 26 kg
Samtals 1.854 kg
10.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 76.336 kg
Karfi 29.952 kg
Ufsi 9.248 kg
Ýsa 7.842 kg
Langa 1.306 kg
Steinbítur 1.192 kg
Keila 82 kg
Blálanga 81 kg
Þykkvalúra 54 kg
Grálúða 11 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 126.112 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 600,28 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 418,54 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,22 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 306,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 398,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.2.25 Björn EA 220 Þorskfisknet
Þorskur 4.562 kg
Karfi 98 kg
Samtals 4.660 kg
10.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.276 kg
Ufsi 465 kg
Ýsa 87 kg
Karfi 26 kg
Samtals 1.854 kg
10.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 76.336 kg
Karfi 29.952 kg
Ufsi 9.248 kg
Ýsa 7.842 kg
Langa 1.306 kg
Steinbítur 1.192 kg
Keila 82 kg
Blálanga 81 kg
Þykkvalúra 54 kg
Grálúða 11 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 126.112 kg

Skoða allar landanir »