Ísfiskur fær fyrirgreiðslu

Albert Svavarsson, framkvæmdastjóri Ísfisks.
Albert Svavarsson, framkvæmdastjóri Ísfisks. mbl.is/hag

Stjórn Byggðastofnunar hefur tekið jákvætt í lánsumsókn fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi en umsóknin var tekin fyrir á fundi hjá stofnuninni í dag. Tekin var ákvörðun um að segja upp 42 starfsmönnum fyrirtækisins fyrir síðustu mánaðamót vegna óvissu um fjármögnun.

Haft er eftir Albert Svavarssyni, framkvæmdastjóra Ísfisks, að lánafyrirgreiðslan sé háð því að ákveðin skilyrði verði uppfyllt sem fyrirtækið þurfi svigrúm til að mæta að því er fram kemur á fréttavef blaðsins Skessuhorns. Fyrir vikið muni áfram ríkja óvissa um framtíð fyrirtækisins í eina til tvær vikur í viðbót.

Engu að síður segist Albert vongóður um að Ísfiskur nái að vinna sig út úr þeim fjárhagslegu þrengingum sem fyrirtækið hafi átt við að stríða eftir flutning starfseminnar úr Kópavogi og á Akranesi. „Ég er vongóður og vona innilega að starfsfólk okkar geti fengið jákvæð tíðindi fyrir mánaðamótin.“

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segir þær fréttir ánægjulegar að fengist hafi vilyrði fyrir lánafyrirgreiðslu frá Byggðastofnun í samtali við mbl.is og það sé von í málinu. Aðspurður segist hann þekkja til skilyrðanna og telja að hægt eigi að vera að uppfylla þau á þeim tíma sem gefinn hafi verið til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.225 kg
Samtals 1.225 kg
22.11.24 Lilja SH 16 Lína
Ýsa 1.651 kg
Þorskur 789 kg
Langa 156 kg
Steinbítur 56 kg
Keila 33 kg
Sandkoli 5 kg
Samtals 2.690 kg
22.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 2.575 kg
Þorskur 153 kg
Steinbítur 58 kg
Langa 47 kg
Keila 10 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 2.845 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.225 kg
Samtals 1.225 kg
22.11.24 Lilja SH 16 Lína
Ýsa 1.651 kg
Þorskur 789 kg
Langa 156 kg
Steinbítur 56 kg
Keila 33 kg
Sandkoli 5 kg
Samtals 2.690 kg
22.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 2.575 kg
Þorskur 153 kg
Steinbítur 58 kg
Langa 47 kg
Keila 10 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 2.845 kg

Skoða allar landanir »

Loka