Brim kaupir útgerð og vinnslu fyrir 3 milljarða

Brim hefur gert samning um kaup á tveimur fyrirtækjum í …
Brim hefur gert samning um kaup á tveimur fyrirtækjum í Hafnarfirði fyrir um 3 milljarða króna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brim hf. hefur gert samning um kaup á tveimur fyrirtækjum í Hafnarfirði, Fiskvinnslunni Kambi hf. og útgerðarfélaginu Grábrók ehf., að því er segir í tilkynningu frá Brimi. Heildarupphæð kaupanna nemur rétt rúmum þremur milljörðum króna, 2,3 milljörðum fyrir Kamb og 772 milljónum fyrir Grábrók.

Greitt verður að hluta fyrir Kamb með hlutabréfum í Brimi hf. sem eru í eigu félagsins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims að verðmæti um 835 milljónir króna.

Fiskvinnslan Kambur gerir út krókabátinn Kristján HF 100 og fylgir honum um 2.000 tonna krókaaflamark að mestu í þorski. Þá rekur fyrirtækið tæknivædda fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut í Hafnarfirði sem er búin meðal annars nýrri vinnslulínu og vatnsskurðarvél frá Völku hf. sem var tekin í notkun á síðasta ári.

Kambur keypti fiskvinnsluna af Eskju árið 2017 og flutti starfsemina í annað húsnæði, en við þær breytingar sem fylgdu eigendaskiptunum voru það aðeins fjórðungur þeirra 20 starfsmanna fyrirtækisins sem héldu vinnu sinni.

Grábrók ehf. gerir út krókabátinn Steinunni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókaaflamark að mestu í þorski.

Háð skilyrðum

Samkomulagið um kaup Brims á félögunum tveimur er háð eðlilegum fyrirvörum um fjármögnun, samþykki stjórnar Brims hf. og samþykki Samkeppniseftirlits og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila. Gangi kaupin eftir fer Brim yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en hefur lögum samkvæmt 6 mánuði til að gera ráðstafanir sem koma félaginu undir það þak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 566,44 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 375,06 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 4.724 kg
Þorskur 322 kg
Samtals 5.046 kg
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 13 kg
Samtals 13 kg
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.596 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 1.624 kg
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Skrápflúra 865 kg
Ýsa 704 kg
Þorskur 471 kg
Sandkoli 216 kg
Skarkoli 126 kg
Steinbítur 76 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.462 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 566,44 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 375,06 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 4.724 kg
Þorskur 322 kg
Samtals 5.046 kg
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 13 kg
Samtals 13 kg
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.596 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 1.624 kg
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Skrápflúra 865 kg
Ýsa 704 kg
Þorskur 471 kg
Sandkoli 216 kg
Skarkoli 126 kg
Steinbítur 76 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.462 kg

Skoða allar landanir »