Engar uppsagnir eru skipulagðar vegna tæknivæðingar fiskvinnslu Brims hf., segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. Umfangsmikil fjárfesting í nýjasta tæknibúnaði hefur verið sett á dagskrá eftir að samningur var undirritaður við Marel um uppsetningu þriggja nýrra vinnslulína í fiskvinnslu fyrirtækisins í Reykjavík. Á sú tækni að draga úr starfsmannaþörf en á móti kemur að fyrirtækið horfir til þess að auka vinnslu í Reykjavík.
Guðmundur segir vissulega vera svo að færri hendur muni þurfa að hafa aðkomu að hverjum fiski við tæknivæðingu vinnslunnar, en markmiðið sé að auka afurðir í hágæðavöru, betri nýting á hráefni og meiri afköst á hvern starfsmann vegna tæknivæðingarinnar. „Það getur verið að við aukum hráefnismagn í gegnum okkar vinnslu en erum með sama fjölda starfsmanna. En með þessari tæknivæðingu er meiri möguleiki að fyrirtækið geti borgað samkeppnishæf laun til síns starfsfólks.“
Haft er eftir Guðmund í umfjöllun ViðskiptaMoggans í dag um umfangsmiklar breytingar í rekstri Brims að tæknivæðingin muni fara fram á næsta ári og muni fækka störfum.
Á meðan framkvæmdir standa yfir mun vinnsla Brims á Granda í Reykjavík vera lokuð í nokkra mánuði og mun vinnslulína Kambs í Hafnarfirði, sem Brim festi nýverið kaup á, vera nýtt á meðan.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |