Togurum gengur erfiðlega að ná í þorsk

Talið er að undanfarin ár hafi verið óvenju góð fyrir …
Talið er að undanfarin ár hafi verið óvenju góð fyrir togarana. Línubátum gengur betur en í fyrra segir framkvæmdastjóri Vísis. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það hefur verið þyngri veiði en oft áður,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, en erfiðlega hefur gengið fyrir togara að ná í þorsk undanfarnar vikur í samanburði við sama tíma í fyrra. Gunnþór kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Nei við skulum vona að þetta sé nú innan hefðbundinna sveiflna.“

„Eigum við ekki frekar að segja að síðustu sex til sjö árin hafi þetta verið of auðvelt. Við höfum oft séð þetta áður, en það er eitthvað að gerast þannig að það er minni veiði en það hefur verið undanfarið,“ svarar Birkir Hrannar Hjálmarsson, útgerðarstjóri togara hjá Brimi, er hann er inntur álits á stöðunni. Hann segir stöðuna alls ekki alvarlega enda hafi veiðar verið á sambærilegum nótum á árum áður.

Góð veiði á línu

„Við erum með aðeins meiri veiði en í fyrra á þessum tveim mánuðum – september og október – en árið í fyrra var það lélegasta sem við höfum séð í áratug á línu á meðan togararnir voru að mokfiska,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Hann segir hins vegar ekki svo að þorskveiðin sé mikið betri þar sem ekki hefur tekist að ná jafn miklu magni og náðist á þessu tímabili 2017 og 2016.

Pétur Hafsteinn bendir á að milli áranna 2017 og 2018 hafi orðið 25-30% samdráttur í veiði á þessum árstíma. „Við erum ekki komnir upp í í september og október það sem við hefðum talið eðlilegt. Þetta er vel undir meðaltali.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.24 497,07 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.24 570,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.24 262,13 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.24 222,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.24 233,08 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.24 232,43 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 18.10.24 160,44 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.10.24 127,54 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.10.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.147 kg
Ýsa 463 kg
Hlýri 21 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 2.642 kg
18.10.24 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 627 kg
Þorskur 495 kg
Keila 115 kg
Hlýri 6 kg
Steinbítur 4 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.249 kg
18.10.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 3.372 kg
Samtals 3.372 kg
18.10.24 Barði NK 120 Flotvarpa
Kolmunni 508.258 kg
Síld 3.960 kg
Samtals 512.218 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.24 497,07 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.24 570,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.24 262,13 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.24 222,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.24 233,08 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.24 232,43 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 18.10.24 160,44 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.10.24 127,54 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.10.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.147 kg
Ýsa 463 kg
Hlýri 21 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 2.642 kg
18.10.24 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 627 kg
Þorskur 495 kg
Keila 115 kg
Hlýri 6 kg
Steinbítur 4 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.249 kg
18.10.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 3.372 kg
Samtals 3.372 kg
18.10.24 Barði NK 120 Flotvarpa
Kolmunni 508.258 kg
Síld 3.960 kg
Samtals 512.218 kg

Skoða allar landanir »

Loka