Enginn kominn á bætur

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðu starfsfólks Ísfisks skelfilega.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðu starfsfólks Ísfisks skelfilega. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, seg­ir að eng­inn starfsmaður Ísfisks sé kom­inn á at­vinnu­leys­is­bæt­ur líkt og kom fram í frétt mbl.is í gær­kvöldi. Hið rétta sé að marg­ir hafi skráð sig at­vinnu­lausa en þeirra rétt­ur skap­ast ekki fyrr en upp­sagn­ar­frest­ur starfs­manna er út­runn­inn, fyr­ir­tækið fer í gjaldþrot eða hvort tveggja. Þetta kem­ur fram í færslu Vil­hjálms á Face­book.

Öllum starfs­mönn­um fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Ísfisks á Akra­nesi var sagt upp störf­um í lok sept­em­ber. Um tæp­lega 50 manns er að ræða. 

„Hið rétt er að staða starfs­fólks Ísfisks er skelfi­leg og hún er öm­ur­leg, en fólkið hef­ur ekki fengið nein laun greidd i rúma tvo mánuði fyr­ir utan 50.000 kr. inn­á­greiðslu fyr­ir um hálf­um mánuði síðan eða svo.

Þessi staða er alls ekki boðleg stund­inni leng­ur og hef­ur Verka­lýðsfé­lag Akra­ness komið þeim skila­boðum ít­rekað á fram­færi við for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins.

Verka­lýðsfé­lag Akra­ness hef­ur einnig til­kynnt að fé­lagið sé til­búið að lána öll­um starfs­mönn­um 250.000 krón­ur með veði í launakröfu sem fé­lagið mun gera fyr­ir starfs­menn vegna van­greiddra launa á Ábyrgðarsjóð launa en sú lán­veit­ing get­ur ekki átt sér stað fyrr en fyr­ir­tækið færi í gjaldþrot. En þetta er sama leið og VR gerði fyr­ir fé­lags­menn sína sem störfuðu hjá WOW air þegar það varð gjaldþrota.

Því miður hef­ur ít­rekað verið dregið að lausn sé að koma á fjár­hags­mál fyr­ir­tæk­is­ins og alltaf er verið að biðja um lengri frest til að redda fjár­mál­un­um. Margoft hef­ur verið sagt að þetta muni skýr­ast þenn­an dag eða þenn­an og svo ger­ist ekk­ert!

Á meðan engj­ast starfs­menn um launa­laus­ir, enda hafa þeir ekki fengið laun sín greidd í rúma 60 daga og meðan ekk­ert ger­ist þá eiga starfs­menn ekki rétt á at­vinnu­leys­is­greiðslum og fé­lagið get­ur ekki lánað þess­ar 250.000 krón­ur því veð í kröf­ur á Ábyrgðarsjóð launa er ekki til staðar þar sem fyr­ir­tækið hef­ur ekki verið lýst gjaldþrota.

Þetta er al­ger­lega óboðlegt og ef fyr­ir­tækið er að leita leiða til að rétta af fjár­hag fyr­ir­tæk­is­ins þá er það al­gert skil­yrði að launa­greiðslum til starfs­manna verði komið taf­ar­laust í lag.

Ég alla vega sætti mig ekki við fram­setn­ingu á þess­ari frétt eins og það sé bara „allt í fínu lagi“ þar sem fólkið sé „komið“ á at­vinnu­leys­is­bæt­ur, þegar hið rétta er að það er búið að vera launa­laust og fast í viðjum óviss­unn­ar á meðan fyr­ir­tækið leit­ar leiða til að upp­fylla skil­yrði fyr­ir lán­veit­ingu frá Byggðastofn­un,“ seg­ir í op­inni færslu Vil­hjálms á Face­book.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.25 508,64 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.25 647,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 356,66 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 201,41 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,94 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 1.991 kg
Langa 564 kg
Þorskur 434 kg
Steinbítur 206 kg
Ufsi 120 kg
Keila 69 kg
Skarkoli 67 kg
Karfi 65 kg
Sandkoli 10 kg
Samtals 3.526 kg
25.4.25 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 3.275 kg
Steinbítur 243 kg
Langa 221 kg
Þorskur 148 kg
Ufsi 96 kg
Karfi 57 kg
Keila 26 kg
Skarkoli 5 kg
Samtals 4.071 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.25 508,64 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.25 647,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 356,66 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 201,41 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,94 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 1.991 kg
Langa 564 kg
Þorskur 434 kg
Steinbítur 206 kg
Ufsi 120 kg
Keila 69 kg
Skarkoli 67 kg
Karfi 65 kg
Sandkoli 10 kg
Samtals 3.526 kg
25.4.25 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 3.275 kg
Steinbítur 243 kg
Langa 221 kg
Þorskur 148 kg
Ufsi 96 kg
Karfi 57 kg
Keila 26 kg
Skarkoli 5 kg
Samtals 4.071 kg

Skoða allar landanir »