Nóg er að gera í Loðnuvinnslunni og er verið að vinna 650 tonn af síld sem Hoffell kom með að bryggju í gærkvöldi. „Um er að ræða íslenska síld sem er sumargotssíld og skilur þar á milli norsk-íslensku síldarinnar sem er vorgotssíld. Því eru þessir mánuðir snemma vetrar aðal veiðitími íslensku síldarinnar,“ segir á vef Loðnuvinnslunnar.
Haft er eftir Grétari Arnþórssyni, verkstjóra síldarverkunar fyrirtækisins, að um sé að ræða fína síld sem er söltuð í flök og bita. Hún verður síðan send til Kanada, Svíþjóðar og Danmerkur. Hann segir að áætlað sé að saltað verði í um 17 þúsund tunnur af síld á þessu ári.
Mikið gæðaeftirlit er með vinnslu síldar og segir Grétar vinnsluna hafa gengið vel enda sé Loðnuvinnslan vel búin tækjum og vélbúnaði sem gerir það að verkum að aðeins þurfi að mata og hafa eftirlit.
Þá segir á vef Loðnuvinnslunnar að síldarverkun hafi tekið miklum breytingum „frá þeim tíma að konur stóðu og skáru og söltuðu síld og karlar sáu um önnur störf í kring. Þá var hægt að spjalla saman og gjarnan kallað hátt þegar það vantaði tunnu eða salt. En nútíminn er annar, nú sinna bæði konur og karlar vélunum og vegna hávaða er ekki hægt að spjalla við vinnuna.“
Verkstjórinn segir þó aðstæður nú „miklu betri“ enda hafi eldri aðferð verið mun erfiðari.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |