Íslenskan lax frekar en norskan

Einar K. Guðfinnsson segir íslenska laxinn viðurkenndan sem gæðavöru.
Einar K. Guðfinnsson segir íslenska laxinn viðurkenndan sem gæðavöru. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Þetta eru uppörvandi og ánægjulegar fréttir og staðfesta það sem okkar framleiðendur hafa fundið vel fyrir á síðustu mánuðum og misserum. Okkar vara er eftirsótt og viðurkennd sem gæðavara,“ segir Einar K. Guðfinnsson sem starfar að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Tilefnið er frétt frá Danmörku um að fyrirtæki sem rekur salatbari hafi skipt norskum laxi út fyrir íslenskan lax frá Arnarlaxi.

Framkvæmdastjóri Wedofood í Kaupmannahöfn, Andreas Moi Boros, sem rekur sex salatbari sagði í samtali við danska viðskiptablaðið Børsen og norska vefritið iLaks að fyrirtækið telji að framleiðsla á Íslandi fari fram við sjálfbærari aðstæður en í Noregi og nefnir sérstaklega að notkun jarðhita við seiðaeldið dragi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Áður hefur Wedofood skrifað að laxinn í kvíunum hjá Arnarlaxi hafi gott rými til að hreyfa sig. Þá sé minna um laxalús á Íslandi en í Noregi.

Þessu mótmælir talsmaður Sjømat Norge sem eru hagsmunasamtök í norsku laxeldi, í samtali við iLaks. Segir að flestir viti að lax sé framleiddur á sama hátt á Íslandi og í Noregi og kolefnisfótspor framleiðslunnar jafn lítið í báðum löndum. Bendir hann á að norskir laxaframleiðendur séu í efstu sætum lista yfir sjálfbærni próteinframleiðanda í heiminum.

Einar segir að fréttin frá Kaupmannahöfn sé í samræmi við upplifun starfsmanna íslensku fyrirtækjanna. Þeim hafi verið tekið tveim höndum á mörkuðum, bæði vestanhafs og í Evrópu. „Það er til marks um að þrátt fyrir að við séum ekki stórir á þessum markaði hefur okkur tekist að marka okkur stöðu sem framleiðendur góðrar vöru. Það skiptir mestu máli hvort sem litið er til skemmri eða lengri tíma.“

Meira um málið i Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.1.25 547,28 kr/kg
Þorskur, slægður 3.1.25 680,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.1.25 432,52 kr/kg
Ýsa, slægð 3.1.25 386,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.1.25 152,07 kr/kg
Ufsi, slægður 3.1.25 224,68 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 3.1.25 324,99 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 7.302 kg
Þorskur 2.233 kg
Steinbítur 340 kg
Langa 32 kg
Samtals 9.907 kg
4.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.952 kg
Ýsa 976 kg
Ufsi 30 kg
Keila 27 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 14.996 kg
4.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 327 kg
Keila 104 kg
Hlýri 40 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 491 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.1.25 547,28 kr/kg
Þorskur, slægður 3.1.25 680,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.1.25 432,52 kr/kg
Ýsa, slægð 3.1.25 386,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.1.25 152,07 kr/kg
Ufsi, slægður 3.1.25 224,68 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 3.1.25 324,99 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 7.302 kg
Þorskur 2.233 kg
Steinbítur 340 kg
Langa 32 kg
Samtals 9.907 kg
4.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.952 kg
Ýsa 976 kg
Ufsi 30 kg
Keila 27 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 14.996 kg
4.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 327 kg
Keila 104 kg
Hlýri 40 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 491 kg

Skoða allar landanir »

Loka