Nýtt línuskip Vísis heim fyrir jól

Nýr Páll Jónsson GK 7 á leið í reynslusiglingu hjá …
Nýr Páll Jónsson GK 7 á leið í reynslusiglingu hjá Alkor skipasmíðastöðinni í Gdansk. Skipið leysir eldra skip með sama nafni af hólmi. Ljósmynd/Alkor

Nýtt línuskip Grindvíkinga fær formlega nafnið Páll Jónsson GK 7 á þriðjudag í næstu viku. Skipið er væntanlegt fullbúið heim vel fyrir jól og fer til veiða í byrjun nýs árs.

Skipið er fyrsta nýsmíði Vísis af þessari stærðargráðu í yfir 50 ára sögu fyrirtækisins. Samningurinn við Alkor-skipasmíðastöðina í Póllandi nam 7,5 milljónum evra eða sem nemur rúmlega einum milljarði króna. Gamli Páll Jónsson GK 7 fer úr flota Vísismanna þegar nýja skipið byrjar veiðar. Skipstjóri á nýjum Páli verður Gísli Jónsson, sem nú er með gamla Pál Jónsson, og hefur verið skipstjóri hjá Vísi í tæpan aldarfjórðung, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Formlega tók Vísir við nýja skipinu með rafrænum samskiptum fyrir tveimur vikum. Öllum prófunum er lokið á skipinu og verið er að ljúka uppsetningu á búnaði. Verktakar frá Íslandi og starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk hafa annast þau verkefni. Í skipinu eru Caterpillar-vélar, bæði aðal- og ljósavélar. Hönnun skipsins var í höndum NAVIS í samstarfi við Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóra Vísis. Um eftirlit á smíðinni í Póllandi hefur Willum Andersen séð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 583,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 377,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 583,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 377,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Loka