Hagur sjávarútvegsins batnaði milli ára

Hagur sjávarútvegsfyrirtækja batnaði umtalsvert milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt …
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja batnaði umtalsvert milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt tölum Hagstofunnar. mbl.is/Rax

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt, svokallað EBITDA-hlutfall, hækkaði á milli áranna 2017 og 2018 úr 21,2% í 25,2% og 55 milljarðar í fyrra upp úr 40 milljörðum árið 2017. Þá voru heildareignir sjávarútvegsfyrirtækja í árslok 2018 709 milljarðar, en skuldir 412 milljarðar. Eigið fé greinarinnar reyndist því 297 milljarðar, eða 41,9%. Þetta kemur fram í árlegri samantekt Hagstofunnar á hag veiða og vinnslu hér á landi.

Hreinn hagnaður í sjávarútvegi, samkvæmt árgreiðsluaðferð, nam 12,2% í fyrra og hækkaði úr 7,1% árið áður. Í fjárhæðum nam hagnaðurinn 26,9 milljörðum króna eftir að gjaldfærð hefur verið árgreiðsla að fjárhæð 28,6 milljarðar. Sé miðað við hefðbundna uppgjörsaðferð er niðurstaðan 11,5% hagnaður árið 2018 eða 25,4 milljarðar, samanborið við 6,9% hagnað árið 2017 eða 13,1 milljarður.

Hreinn hagnaður botnfiskveiða og -vinnslu, reiknaður í hlutfalli af tekjum samkvæmt árgreiðsluaðferð, hækkaði úr 9,4% af tekjum árið 2017 í 13,9% árið 2018. Hreinn hagnaður botnfiskveiða hækkaði úr 3,9% af tekjum í 6,4% en hagnaður botnfiskvinnslu hækkaði úr 9,1% af tekjum í 12,6%.

Sem fyrr segir námu heildareignir sjávarútvegsins rúmum 709 milljörðum. Hækkuðu þær um 10,2% frá 2017. Skuldirnar voru 412 milljarðar og hækkuðu um 10% milli ára. Eiginfjárhlutfallið hækkaði örlítið, var 41,9% en hafði verið 41,8% árið 2017.

Verð sjávarafurða á erlendum mörkuðum í íslenskum krónum hækkaði um 7,2% frá fyrra ári og verð á olíu hækkaði að meðaltali um rúm 30% á milli ára. Gengi Bandaríkjadals styrktist um 1,5% og gengi evru um 6% á milli ára. Útflutningsverðmæti sjávarútvegs í heild jókst um tæp 22%, og nam tæpum 238 milljörðum króna á árinu 2018, verð á útflutningsvörum í sjávarútvegi hækkaði um 9% og magn útfluttra sjávarafurða jókst um 11,6%. Fjöldi starfandi í aðalstarfi í sjávarútvegi árið 2018 er er 8.100 eða 4% af heildarfjölda starfandi. Veiðigjald útgerðarinnar hækkaði úr 4,6 milljörðum fiskveiðiárið 2016/2017 í 11,2 milljarða fiskveiðiárið 2017/2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 538,41 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 345,24 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 94,12 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 595,41 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 3.357 kg
Þorskur 1.060 kg
Steinbítur 689 kg
Skarkoli 191 kg
Samtals 5.297 kg
23.7.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Þorskur 137 kg
Steinbítur 76 kg
Skarkoli 64 kg
Samtals 277 kg
23.7.24 Glær KÓ 9 Handfæri
Þorskur 1.147 kg
Samtals 1.147 kg
23.7.24 Kristín ÞH 15 Handfæri
Þorskur 513 kg
Ufsi 87 kg
Samtals 600 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 538,41 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 345,24 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 94,12 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 595,41 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 3.357 kg
Þorskur 1.060 kg
Steinbítur 689 kg
Skarkoli 191 kg
Samtals 5.297 kg
23.7.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Þorskur 137 kg
Steinbítur 76 kg
Skarkoli 64 kg
Samtals 277 kg
23.7.24 Glær KÓ 9 Handfæri
Þorskur 1.147 kg
Samtals 1.147 kg
23.7.24 Kristín ÞH 15 Handfæri
Þorskur 513 kg
Ufsi 87 kg
Samtals 600 kg

Skoða allar landanir »