Samhliða því að KG Fiskverkun, í eigu Hjálmars Kristjánssonar, keypti 46,6 milljónir hluta í Brimi af Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, á 1,77 milljarða króna, keypti Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR) alla hluti í eigu KG Fiskverkunar í eignarhaldsfélaginu Kristján Guðmundsson ehf. sem á um 37% hlut í ÚR.
Með viðskiptunum hafa fjárhagsleg tengsl bræðranna Hjálmars og Guðmundar verið rofin og eignarhald þeirra í Brimi aðskilið, að því er segir í fréttatilkynningu frá ÚR. Þá mun Hjálmar ekki hafa neina eignaraðild að ÚR og mun hverfa frá öllum stjórnunarstörfum í félaginu.
„Í framhaldi af tilkynningu til kauphallar í fyrir fáeinum dögum um viðskipti Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. (ÚR) og KG fiskverkunar ehf. á Rifi með hlutabréf í Brimi hf. er ástæða til að greina frá að ÚR keypti jafnframt 33,3% hlut KG fiskverkunar í eignarhaldsfélaginu Kristján Guðmundsson ehf. sem á um 37% hlut í ÚR,“ segir í tilkynningu ÚR.
„Eftir þessi viðskipti á Hjálmar Kristjánsson enga eignaraðild að ÚR og hverfur frá öllum stjórnunarstörfum í félaginu. Þar með eru rofin fjárhagsleg tengsl á milli bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona. Eignarhald félaga þeirra bræðra á hlutafé í Brimi hf. er aðskilið. ÚR og tengd félög fara nú með um 46,26% af heildarhlutafé í Brimi.“
Hluthafafundur í Brimi verður haldinn á fimmtudag 12. desember.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.2.25 | 600,28 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.2.25 | 612,48 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.2.25 | 418,54 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.2.25 | 347,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.2.25 | 226,18 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.2.25 | 306,26 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,77 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.2.25 Björn EA 220 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 4.562 kg |
Karfi | 98 kg |
Samtals | 4.660 kg |
10.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.276 kg |
Ufsi | 465 kg |
Ýsa | 87 kg |
Karfi | 26 kg |
Samtals | 1.854 kg |
10.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 76.336 kg |
Karfi | 29.952 kg |
Ufsi | 9.248 kg |
Ýsa | 7.842 kg |
Langa | 1.306 kg |
Steinbítur | 1.192 kg |
Keila | 82 kg |
Blálanga | 81 kg |
Þykkvalúra | 54 kg |
Grálúða | 11 kg |
Skarkoli | 8 kg |
Samtals | 126.112 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.2.25 | 600,28 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.2.25 | 612,48 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.2.25 | 418,54 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.2.25 | 347,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.2.25 | 226,18 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.2.25 | 306,26 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,77 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.2.25 Björn EA 220 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 4.562 kg |
Karfi | 98 kg |
Samtals | 4.660 kg |
10.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.276 kg |
Ufsi | 465 kg |
Ýsa | 87 kg |
Karfi | 26 kg |
Samtals | 1.854 kg |
10.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 76.336 kg |
Karfi | 29.952 kg |
Ufsi | 9.248 kg |
Ýsa | 7.842 kg |
Langa | 1.306 kg |
Steinbítur | 1.192 kg |
Keila | 82 kg |
Blálanga | 81 kg |
Þykkvalúra | 54 kg |
Grálúða | 11 kg |
Skarkoli | 8 kg |
Samtals | 126.112 kg |