Guðmundur selur fyrir 1,16 milljarða í Brim

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er að meirihluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, hefur selt 30 milljón hluti í útgerðarfélaginu Brimi, sem áður hét HB Grandi og skráð er í Kauphöllinni. Útgerðarfélagið er eftir sem áður stærsti eigandi Brims, en Guðmundur er einnig forstjóri Brims.

Greint er frá viðskiptunum í tilkynningu til Kauphallarinnar, en þau áttu sér stað á genginu 38,5 krónur á hlut og er heildarverðmæti þeirra 1,155 milljarðar, en það jafngildir um 1,53% af hlutafé félagsins.

Eftir viðskiptin eiga Útgerðarfélag Reykjavíkur, Guðmundur og fjárhagslega tengdir aðilar 874.870.977 hluti í Brim, en það nemur 44,73% í félaginu.

Í síðustu viku var greint frá því að Guðmundur og Hjálmar Kristjánsson, bróðir Guðmundar og eigandi KG fiskverkunar, hefðu slitið fjárhagsleg tengsl sín með sölu KG fiskverkunar á hlut sínum í Útgerðarfélagi Reykjavíkur. KG fiskverkun á hins vegar áfram um 6,5% hlut í Brim.

Hlutabréf Brims hafa lækkað um 2,75% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag, en auk viðskipta ÚR hafa átt sér viðskipti fyrir um 100 milljónir. Stendur gengi hlutabréfanna núna í 38,9 krónur á hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »