Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er að meirihluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, hefur selt 30 milljón hluti í útgerðarfélaginu Brimi, sem áður hét HB Grandi og skráð er í Kauphöllinni. Útgerðarfélagið er eftir sem áður stærsti eigandi Brims, en Guðmundur er einnig forstjóri Brims.
Greint er frá viðskiptunum í tilkynningu til Kauphallarinnar, en þau áttu sér stað á genginu 38,5 krónur á hlut og er heildarverðmæti þeirra 1,155 milljarðar, en það jafngildir um 1,53% af hlutafé félagsins.
Eftir viðskiptin eiga Útgerðarfélag Reykjavíkur, Guðmundur og fjárhagslega tengdir aðilar 874.870.977 hluti í Brim, en það nemur 44,73% í félaginu.
Í síðustu viku var greint frá því að Guðmundur og Hjálmar Kristjánsson, bróðir Guðmundar og eigandi KG fiskverkunar, hefðu slitið fjárhagsleg tengsl sín með sölu KG fiskverkunar á hlut sínum í Útgerðarfélagi Reykjavíkur. KG fiskverkun á hins vegar áfram um 6,5% hlut í Brim.
Hlutabréf Brims hafa lækkað um 2,75% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag, en auk viðskipta ÚR hafa átt sér viðskipti fyrir um 100 milljónir. Stendur gengi hlutabréfanna núna í 38,9 krónur á hlut.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |