Noregur og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að úthlutaður þorskveiðikvóti í Norðursjó verður skorinn niður um 40%, en veiðiheimildir verða samt umfram ráðgjöf alþjóðlegu hafrannsóknastofnunarinnar ICES, að því er fram kemur í umfjöllun Undercurrent.
Aðeins verður heimilt að veiða 17.679 tonn af þorski í Norðursjó á þessu fiskveiðiári. Á síðasta fiskveiðiári nam úthlutaður kvóti 29.437 tonnum. Ráðgjöf ICES var hins vegar að aðeins yrðu veidd 10.457 tonn sem væri 64% samdráttur milli fiskveiðiára.
Samhliða samdrætti í þorski munu veiðiheimildir í ufsa dragast saman um 15% og lýsu um 13%, samkvæmt samkomulaginu. Ámóti kemur að veiðiheimildir í ýsu verða auknar um 23% og 17% í skarkola.
„Árið verður erfitt fyrir norska sjómenn,“ er haft eftir Harald Nesvik, sjávarútvegsráðherra Noregs. Hann bendir þó á að mikilvægt sé að koma þorskstofninum til bjargar enda sé hann í veikri stöðu.
Fergus Ewing, sjávarútvegsráðherra skosku heimastjórnarinnar, segir í samtali við Shetland Times að samkomulagið við norðmennina hafi verið „vonbrigði“ og að þetta hafi í för með sér „mikla áskorun fyrir skosk sjávarútvegsfyrirtæki.“ Þá heita skosk yfirvöld að koma til móts við áfallið sem þarlendar útgerðir kunna að verða fyrir.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |