Þorskkvóti minnkaður til muna í Norðursjó

Veiðiheimildir í þorski minnka til muna í Norðursjó. Stofninn er …
Veiðiheimildir í þorski minnka til muna í Norðursjó. Stofninn er sagður vera í veikri stöðu. mbl.is/Helgi Bjarnason

Noregur og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að úthlutaður þorskveiðikvóti í Norðursjó verður skorinn niður um 40%, en veiðiheimildir verða samt umfram ráðgjöf alþjóðlegu hafrannsóknastofnunarinnar ICES, að því er fram kemur í umfjöllun Undercurrent.

Aðeins verður heimilt að veiða 17.679 tonn af þorski í Norðursjó á þessu fiskveiðiári. Á síðasta fiskveiðiári nam úthlutaður kvóti 29.437 tonnum. Ráðgjöf ICES var hins vegar að aðeins yrðu veidd 10.457 tonn sem væri 64% samdráttur milli fiskveiðiára.

Samhliða samdrætti í þorski munu veiðiheimildir í ufsa dragast saman um 15% og lýsu um 13%, samkvæmt samkomulaginu. Ámóti kemur að veiðiheimildir í ýsu verða auknar um 23% og 17% í skarkola.

Lýsa yfir vonbrigðum

„Árið verður erfitt fyrir norska sjómenn,“ er haft eftir Harald Nesvik, sjávarútvegsráðherra Noregs. Hann bendir þó á að mikilvægt sé að koma þorskstofninum til bjargar enda sé hann í veikri stöðu.

Fergus Ewing, sjávarútvegsráðherra skosku heimastjórnarinnar, segir í samtali við Shetland Times að samkomulagið við norðmennina hafi verið „vonbrigði“ og að þetta hafi í för með sér „mikla áskorun fyrir skosk sjávarútvegsfyrirtæki.“ Þá heita skosk yfirvöld að koma til móts við áfallið sem þarlendar útgerðir kunna að verða fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »