Viðbragðsaðilum, starfsmönnum Skagafjarðarhafna og áhöfnum togara FISK Seafood, Málmeyjar og Drangeyjar, tókst að koma í veg fyrir stórtjón á skipum, mannvirkjum og fólki þegar óveðrið gekk yfir landið dagana 10. og 11. desember.
Togvírar og ofurtóg á Drangey slitnuðu ásamt því að einn bryggjupolli gaf sig. Auk þess slitnaði upp úr bryggjukantinum.
Hluti áhafnar skipanna ásamt björgunarsveit unnu að því að tryggja landfestar og var sólarhringsvakt á höfninni á meðan veðrið gekk yfir, að því er segir í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar.
Há sjávarstaða, áhlaðandi og mikil ölduhæð varð til þess að mikill sjór gekk á land við Skarðseyri og var Eyrin umflotin frá hringtorgi og suður fyrir FISK Seafood og flæddi meðal annars inn í húsnæði sláturhússins og FISK Seafood. Grjótgarður við Skarðseyri skemmdist töluvert og barst mikið af möl, grjóti og þara inn yfir hana.
Í Hofsóshöfn sökk bátur sökum ísingar og sjólags en ekki varð teljandi tjón á smærri bátum á Sauðárkróki.
Úrbóta er þörf á hafnarsvæðinu vegna óveðursins, m.a. á núverandi hafnarkanti og frekari landvinninga á Eyrinni. Höfnina vantar sárlega dráttarbát sem eykur öryggi í aðstæðum sem þessum og auðveldar alla vinnu við móttöku og brottför stærri skipa, að því er kemur fram í fundargerðinni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.236 kg |
Samtals | 1.236 kg |
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.140 kg |
Samtals | 1.140 kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.236 kg |
Samtals | 1.236 kg |
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.140 kg |
Samtals | 1.140 kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |