Viðbragðsaðilum, starfsmönnum Skagafjarðarhafna og áhöfnum togara FISK Seafood, Málmeyjar og Drangeyjar, tókst að koma í veg fyrir stórtjón á skipum, mannvirkjum og fólki þegar óveðrið gekk yfir landið dagana 10. og 11. desember.
Togvírar og ofurtóg á Drangey slitnuðu ásamt því að einn bryggjupolli gaf sig. Auk þess slitnaði upp úr bryggjukantinum.
Hluti áhafnar skipanna ásamt björgunarsveit unnu að því að tryggja landfestar og var sólarhringsvakt á höfninni á meðan veðrið gekk yfir, að því er segir í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar.
Há sjávarstaða, áhlaðandi og mikil ölduhæð varð til þess að mikill sjór gekk á land við Skarðseyri og var Eyrin umflotin frá hringtorgi og suður fyrir FISK Seafood og flæddi meðal annars inn í húsnæði sláturhússins og FISK Seafood. Grjótgarður við Skarðseyri skemmdist töluvert og barst mikið af möl, grjóti og þara inn yfir hana.
Í Hofsóshöfn sökk bátur sökum ísingar og sjólags en ekki varð teljandi tjón á smærri bátum á Sauðárkróki.
Úrbóta er þörf á hafnarsvæðinu vegna óveðursins, m.a. á núverandi hafnarkanti og frekari landvinninga á Eyrinni. Höfnina vantar sárlega dráttarbát sem eykur öryggi í aðstæðum sem þessum og auðveldar alla vinnu við móttöku og brottför stærri skipa, að því er kemur fram í fundargerðinni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 2.2.25 | 606,46 kr/kg |
Þorskur, slægður | 2.2.25 | 624,56 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 2.2.25 | 414,19 kr/kg |
Ýsa, slægð | 2.2.25 | 337,16 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 2.2.25 | 275,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 2.2.25 | 264,72 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 2.2.25 | 166,59 kr/kg |
3.2.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 2.422 kg |
Samtals | 2.422 kg |
3.2.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 2.433 kg |
Ýsa | 289 kg |
Ufsi | 211 kg |
Karfi | 35 kg |
Steinbítur | 30 kg |
Grásleppa | 14 kg |
Skarkoli | 7 kg |
Samtals | 3.019 kg |
3.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 64.677 kg |
Karfi | 25.673 kg |
Ýsa | 15.767 kg |
Ufsi | 5.033 kg |
Samtals | 111.150 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 2.2.25 | 606,46 kr/kg |
Þorskur, slægður | 2.2.25 | 624,56 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 2.2.25 | 414,19 kr/kg |
Ýsa, slægð | 2.2.25 | 337,16 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 2.2.25 | 275,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 2.2.25 | 264,72 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 2.2.25 | 166,59 kr/kg |
3.2.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 2.422 kg |
Samtals | 2.422 kg |
3.2.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 2.433 kg |
Ýsa | 289 kg |
Ufsi | 211 kg |
Karfi | 35 kg |
Steinbítur | 30 kg |
Grásleppa | 14 kg |
Skarkoli | 7 kg |
Samtals | 3.019 kg |
3.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 64.677 kg |
Karfi | 25.673 kg |
Ýsa | 15.767 kg |
Ufsi | 5.033 kg |
Samtals | 111.150 kg |