Royal Arctic Line, skipafélag í eigu grænlenska ríkisins, undirritaði samning 20 desember um kaup á nýju skipi til gámaflutninga og mun það aðallega sigla milli Tasiilaq á austurströnd Grænlands og Reykjavíkur, að því er segir á heimasíðu félagsins. Áformin eru sögð bæta þjónustu við Austur-Grænland verulega og mun skipið einnig vera varaskip fyrir Vestur-Grænland.
Áætlað er að skip Royal Arctic Line verði afhent í apríl og að það muni koma til hafnar í Reykjavík vikulega. Flutningsgeta skipsins mun vera 108 TEU (tuttugu feta einingar).
Á vef fyrirtækisins segir að stefnt hefur verið að því um tíma að auk tengingu við Ísland og auka þjónustu við Tasiilaq um 50%. Þá munu áformin tengja Tasiilaq við alþjóðlegt flutningskerfi og samhliða flugi til Reykjavíkur geta vörur frá Austur-Grænlandi náð til neytenda og veitingahúsa á 72 tímum.
Royal Arctic Line A/S var stofnað 1993 og er að fullu í eigu grænlenska ríkisins. Skipafélagið er með einkaleyfi fyrir vöruflutninga yfir sjó til og frá Grænlandi auk strandsiglinga milli grænlenskra byggða. Einkaleyfinu fylgir ákvæði um grunnþjónustu sem á að tryggja nægileg aðföng bæði á austur- og vesturströnd landsins.
Skipafélagið hefur verið í samstarfi við Eimskip um tíma.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 27.12.24 | 666,82 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 27.12.24 | 489,78 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 27.12.24 | 274,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 27.12.24 | 425,00 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
27.12.24 Háey II ÞH 275 Lína | |
---|---|
Þorskur | 4.293 kg |
Ýsa | 221 kg |
Keila | 30 kg |
Steinbítur | 28 kg |
Samtals | 4.572 kg |
27.12.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Þorskur | 282 kg |
Steinbítur | 56 kg |
Ýsa | 45 kg |
Langa | 23 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 407 kg |
27.12.24 Agnar BA 125 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.291 kg |
Ýsa | 2.727 kg |
Samtals | 6.018 kg |
27.12.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.236 kg |
Samtals | 1.236 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 27.12.24 | 666,82 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 27.12.24 | 489,78 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 27.12.24 | 274,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 27.12.24 | 425,00 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
27.12.24 Háey II ÞH 275 Lína | |
---|---|
Þorskur | 4.293 kg |
Ýsa | 221 kg |
Keila | 30 kg |
Steinbítur | 28 kg |
Samtals | 4.572 kg |
27.12.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Þorskur | 282 kg |
Steinbítur | 56 kg |
Ýsa | 45 kg |
Langa | 23 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 407 kg |
27.12.24 Agnar BA 125 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.291 kg |
Ýsa | 2.727 kg |
Samtals | 6.018 kg |
27.12.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.236 kg |
Samtals | 1.236 kg |