Stór skip og fullkominn búnaður

Nýr Börkur er væntanlegur til landsins eftir rúmt ár og …
Nýr Börkur er væntanlegur til landsins eftir rúmt ár og verður systurskip Vilhelms Þorsteinssonar EA 11 sem kemur í ágúst á næsta ári. Tölvumynd/ af vef Síldarvinnslunnar

Uppsjávarskipin sem eru í smíðum og frystitogari Nesfisks eru stór skip og lætur nærri að uppsjávarskipin kosti hvort um sig um 4,5 milljarða króna og skip Nesfisks kostar litlu minna.

Skip Samherja og Síldarvinnslunnar eru smíðuð hjá dönsku skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft A/S. Skipin verða vel búin í alla staði, bæði hvað varðar veiðar og meðferð á afla, vinnuaðstöðu og aðbúnað áhafnar. Burðargeta skipanna verður um 3.000 tonn af kældum afurðum. Skipin verða 88 metrar á lengd og 16,6 metrar á breidd.

Börkur númer fimm

Skip Samherja á að leysa Vilhelm Þorsteinsson EA 11 af hólmi, en hann var seldur til Rússlands fyrir ári. Nýr Vilhelm var væntanlegur um mitt næsta ár, en nú er útlit fyrir að skipinu seinki og það komi ekki fyrr en í lok ágústmánaðar.

Hjá Karstensens er einnig verið að smíða nýjan Börk fyrir Síldarvinnsluna í Neskaupstað. Hann verður systurskip Vilhelms og er gert ráð fyrir að skipið komi í byrjun árs 2021. Nýr Börkur kemur í stað eldra skips með sama nafni, sem verið hefur í eigu Síldarvinnslunnar frá árinu 2014. Nýsmíðin verður fimmta skipið í eigu fyrirtækisins sem ber þetta nafn.

Nýr Vilhelm Þorsteinsson er umlukinn vinnupöllum í Póllandi, tilsniðið efni …
Nýr Vilhelm Þorsteinsson er umlukinn vinnupöllum í Póllandi, tilsniðið efni bíður í hrönnum. Ljósmynd/Karstensens

Karstensens er með höfuðstöðvar í Skagen í Danmörku, en auk þess rekur fyrirtækið skipskrokkamíðastöð í Gdynia í Póllandi. Skrokkar skipanna verði smíðaðir í Póllandi, en skipin síðan dregin til Danmerkur þar sem þau verða fullkláruð.

Nýr Baldvin smíðaður á Spáni

Í haust var skrifað undir samninga um smíði á nýjum Baldvin Njálssyni GK fyrir Nesfisk í Garði. Um flakafrystitogara verður að ræða, rúmlega 66 metra langt, 16 metrar á breidd og fullkomið skip í alla staði. Skipið verður smíðað hjá Armon skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni og er væntanlegt hingað til lands seinni hluta árs 2021. Eldri Baldvin Njálsson GK er einnig frystitogari, smíðaður 1990, einnig í Vigo og bar áður nöfnin Rán HF og OttoWathne NS.

Þá var stór frystitogari væntanlegur til Brims hf. á árinu, en samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallarinnar í lok október ákvað Brim að ganga til samningaviðræðna við Arctic Prime Fisheries Aps., Qaqortog á Grænlandi, um kaup á þessari nýsmíði félagsins á Spáni. Gert var ráð fyrir að niðurstöður viðræðna lægju fyrir í síðasta lagi í lok þessa mánaðar.

Nýr Baldvin Njálsson GK 400 verður smíðaður í Vigo á …
Nýr Baldvin Njálsson GK 400 verður smíðaður í Vigo á Spáni fyrir Nesfisk í Garði og kemur í stað eldra skips með sama nafni. Tölvumynd/Skipasýn

Þegar greint var frá smíðasamningnum sumarið 2017 kom fram að samningsverðið væri rúmlega 44 milljón evrur eða sem nemur nú rúmlega sex milljörðum krónum. Um er að ræða stóran og afkastamikinn flakafrystitogara, 81,30 metra langan og 17 metra breiðan.

Þá hefur Brim hf. boðað stórtækar breytingar í fiskiðjuveri fyrirtækisins á Norðurgarði og undirritað samning við Marel um kaup og uppsetningu á hátækni vinnslubúnaði og hugbúnaði fyrir bolfiskvinnslu á Norðurgarði í Reykjavík. Áætlað er að nýja vinnslukerfið verði sett upp um mitt ár 2020.

Uppbygging í landi

Samherji tekur á útmánuðum í notkun fullkomið fiskiðjuver á Dalvík, sem verður meðal þeirra fullkomnustu í þessari grein. Fram kom, er samningar voru undirritaðir um lóðina á hafnarsvæðinu á Dalvík fyrir röskum tveimur árum, að áætluð fjárfesting í húsnæði og búnaði næmi um 3,5 milljörðum.

Í byrjun þessa árs hófst fiskvinnsla í nýju 2.700 fermetra fullkomnu húsi G.RUN á Grundarfirði. Annars staðar í þessari samantekt er vikið að uppbyggingu og breytingum hjá Skinney-Þinganesi.

Greinin var fyrst birt í 200 mílum, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveginn, 20. desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »