Stór skip og fullkominn búnaður

Nýr Börkur er væntanlegur til landsins eftir rúmt ár og …
Nýr Börkur er væntanlegur til landsins eftir rúmt ár og verður systurskip Vilhelms Þorsteinssonar EA 11 sem kemur í ágúst á næsta ári. Tölvumynd/ af vef Síldarvinnslunnar

Upp­sjáv­ar­skip­in sem eru í smíðum og frysti­tog­ari Nes­fisks eru stór skip og læt­ur nærri að upp­sjáv­ar­skip­in kosti hvort um sig um 4,5 millj­arða króna og skip Nes­fisks kost­ar litlu minna.

Skip Sam­herja og Síld­ar­vinnsl­unn­ar eru smíðuð hjá dönsku skipa­smíðastöðinni Kar­sten­sens Skibsværft A/​S. Skip­in verða vel búin í alla staði, bæði hvað varðar veiðar og meðferð á afla, vinnuaðstöðu og aðbúnað áhafn­ar. Burðargeta skip­anna verður um 3.000 tonn af kæld­um afurðum. Skip­in verða 88 metr­ar á lengd og 16,6 metr­ar á breidd.

Börk­ur núm­er fimm

Skip Sam­herja á að leysa Vil­helm Þor­steins­son EA 11 af hólmi, en hann var seld­ur til Rúss­lands fyr­ir ári. Nýr Vil­helm var vænt­an­leg­ur um mitt næsta ár, en nú er út­lit fyr­ir að skip­inu seinki og það komi ekki fyrr en í lok ág­úst­mánaðar.

Hjá Kar­sten­sens er einnig verið að smíða nýj­an Börk fyr­ir Síld­ar­vinnsl­una í Nes­kaupstað. Hann verður syst­ur­skip Vil­helms og er gert ráð fyr­ir að skipið komi í byrj­un árs 2021. Nýr Börk­ur kem­ur í stað eldra skips með sama nafni, sem verið hef­ur í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar frá ár­inu 2014. Ný­smíðin verður fimmta skipið í eigu fyr­ir­tæk­is­ins sem ber þetta nafn.

Nýr Vilhelm Þorsteinsson er umlukinn vinnupöllum í Póllandi, tilsniðið efni …
Nýr Vil­helm Þor­steins­son er um­lukinn vinnupöll­um í Póllandi, til­sniðið efni bíður í hrönn­um. Ljós­mynd/​Kar­sten­sens

Kar­sten­sens er með höfuðstöðvar í Ska­gen í Dan­mörku, en auk þess rek­ur fyr­ir­tækið skipskrokka­míðastöð í Gdynia í Póllandi. Skrokk­ar skip­anna verði smíðaðir í Póllandi, en skip­in síðan dreg­in til Dan­merk­ur þar sem þau verða full­kláruð.

Nýr Bald­vin smíðaður á Spáni

Í haust var skrifað und­ir samn­inga um smíði á nýj­um Bald­vin Njáls­syni GK fyr­ir Nes­fisk í Garði. Um flakafrysti­tog­ara verður að ræða, rúm­lega 66 metra langt, 16 metr­ar á breidd og full­komið skip í alla staði. Skipið verður smíðað hjá Armon skipa­smíðastöðinni í Vigo á Spáni og er vænt­an­legt hingað til lands seinni hluta árs 2021. Eldri Bald­vin Njáls­son GK er einnig frysti­tog­ari, smíðaður 1990, einnig í Vigo og bar áður nöfn­in Rán HF og OttoW­at­hne NS.

Þá var stór frysti­tog­ari vænt­an­leg­ur til Brims hf. á ár­inu, en sam­kvæmt til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins til Kaup­hall­ar­inn­ar í lok októ­ber ákvað Brim að ganga til samn­ingaviðræðna við Arctic Prime Fis­heries Aps., Qaqor­tog á Græn­landi, um kaup á þess­ari ný­smíði fé­lags­ins á Spáni. Gert var ráð fyr­ir að niður­stöður viðræðna lægju fyr­ir í síðasta lagi í lok þessa mánaðar.

Nýr Baldvin Njálsson GK 400 verður smíðaður í Vigo á …
Nýr Bald­vin Njáls­son GK 400 verður smíðaður í Vigo á Spáni fyr­ir Nes­fisk í Garði og kem­ur í stað eldra skips með sama nafni. Tölvu­mynd/​Skipa­sýn

Þegar greint var frá smíðasamn­ingn­um sum­arið 2017 kom fram að samn­ings­verðið væri rúm­lega 44 millj­ón evr­ur eða sem nem­ur nú rúm­lega sex millj­örðum krón­um. Um er að ræða stór­an og af­kasta­mik­inn flakafrysti­tog­ara, 81,30 metra lang­an og 17 metra breiðan.

Þá hef­ur Brim hf. boðað stór­tæk­ar breyt­ing­ar í fiskiðju­veri fyr­ir­tæk­is­ins á Norðurg­arði og und­ir­ritað samn­ing við Mar­el um kaup og upp­setn­ingu á há­tækni vinnslu­búnaði og hug­búnaði fyr­ir bol­fisk­vinnslu á Norðurg­arði í Reykja­vík. Áætlað er að nýja vinnslu­kerfið verði sett upp um mitt ár 2020.

Upp­bygg­ing í landi

Sam­herji tek­ur á út­mánuðum í notk­un full­komið fiskiðju­ver á Dal­vík, sem verður meðal þeirra full­komn­ustu í þess­ari grein. Fram kom, er samn­ing­ar voru und­ir­ritaðir um lóðina á hafn­ar­svæðinu á Dal­vík fyr­ir rösk­um tveim­ur árum, að áætluð fjár­fest­ing í hús­næði og búnaði næmi um 3,5 millj­örðum.

Í byrj­un þessa árs hófst fisk­vinnsla í nýju 2.700 fer­metra full­komnu húsi G.RUN á Grund­arf­irði. Ann­ars staðar í þess­ari sam­an­tekt er vikið að upp­bygg­ingu og breyt­ing­um hjá Skinn­ey-Þinga­nesi.

Grein­in var fyrst birt í 200 míl­um, sér­blaði Morg­un­blaðsins um sjáv­ar­út­veg­inn, 20. des­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.541 kg
Þorskur 465 kg
Skarkoli 132 kg
Samtals 2.138 kg
29.3.25 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 1.267 kg
Skarkoli 139 kg
Steinbítur 51 kg
Samtals 1.457 kg
29.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 838 kg
Steinbítur 396 kg
Hlýri 225 kg
Ýsa 96 kg
Ufsi 14 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 7 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.590 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.541 kg
Þorskur 465 kg
Skarkoli 132 kg
Samtals 2.138 kg
29.3.25 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 1.267 kg
Skarkoli 139 kg
Steinbítur 51 kg
Samtals 1.457 kg
29.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 838 kg
Steinbítur 396 kg
Hlýri 225 kg
Ýsa 96 kg
Ufsi 14 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 7 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.590 kg

Skoða allar landanir »

Loka